Tapið skelfilega eini heili leikur Casemiro á tíu leikja tímabili Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2023 15:30 David de Gea reynir að hughreysta Casemiro eftir rauða spjaldið gegn Southampton. EPA-EFE/Adam Vaughan Manchester United þarf að spjara sig án brasilíska miðjumannsins Casemiro í fjórum leikjum til viðbótar eftir að hann fékk sitt annað rauða spjald á rúmum mánuði í gær, í jafnteflinu við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta eru ansi slæmar fréttir fyrir United því Casemiro hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Real Madrid. Tölfræðin sýnir að liðinu gengur mun betur með hann innanborðs og er United með 76% sigurhlutfall í leikjum Casemiro en aðeins 43% í leikjunum sjö án hans, ef horft er til allra keppna. Manchester United with and without Casemiro this season... pic.twitter.com/VRpfo3QnuU— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2023 Casemiro fékk einnig rautt spjald gegn Crystal Palace í febrúar. Þessi rauðu spjöld, og alls sjö leikja bann sem þeim fylgir, þýða að á tíu leikja tímabili United í ensku úrvalsdeildinni er eini heili leikurinn hjá Casemiro 7-0 tapið gegn Liverpool. Fyrsti leikurinn í þeirri törn er leikur þar sem að Casemiro tók út bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, í tveimur leikjum fékk hann rautt spjald og rauðu spjöldin halda honum frá keppni í samtals sex deildarleikjum. Casemiro's 10-match league span: Suspended Sent off Suspended Suspended Suspended Lost 7-0 Sent off Suspended Suspended Suspended pic.twitter.com/Iil8AvLjEf— WhoScored.com (@WhoScored) March 13, 2023 Casemiro verður ekki bara í banni í deildarleikjum því hann byrjar á að taka út einn leik í banni um næstu helgi þegar United mætir Fulham í ensku bikarkeppninni. Hann missir svo af leikjum gegn Newcastle, Brentford og Everton í deildinni, og gæti næst spilað deildarleik 15. apríl gegn Nottingham Forest. Bannið hefur þó ekki áhrif á Evrópudeildina og þar getur Casemiro spilað á fimmtudaginn í seinni leiknum gegn Real Betis á Spáni. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Þetta eru ansi slæmar fréttir fyrir United því Casemiro hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Real Madrid. Tölfræðin sýnir að liðinu gengur mun betur með hann innanborðs og er United með 76% sigurhlutfall í leikjum Casemiro en aðeins 43% í leikjunum sjö án hans, ef horft er til allra keppna. Manchester United with and without Casemiro this season... pic.twitter.com/VRpfo3QnuU— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2023 Casemiro fékk einnig rautt spjald gegn Crystal Palace í febrúar. Þessi rauðu spjöld, og alls sjö leikja bann sem þeim fylgir, þýða að á tíu leikja tímabili United í ensku úrvalsdeildinni er eini heili leikurinn hjá Casemiro 7-0 tapið gegn Liverpool. Fyrsti leikurinn í þeirri törn er leikur þar sem að Casemiro tók út bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, í tveimur leikjum fékk hann rautt spjald og rauðu spjöldin halda honum frá keppni í samtals sex deildarleikjum. Casemiro's 10-match league span: Suspended Sent off Suspended Suspended Suspended Lost 7-0 Sent off Suspended Suspended Suspended pic.twitter.com/Iil8AvLjEf— WhoScored.com (@WhoScored) March 13, 2023 Casemiro verður ekki bara í banni í deildarleikjum því hann byrjar á að taka út einn leik í banni um næstu helgi þegar United mætir Fulham í ensku bikarkeppninni. Hann missir svo af leikjum gegn Newcastle, Brentford og Everton í deildinni, og gæti næst spilað deildarleik 15. apríl gegn Nottingham Forest. Bannið hefur þó ekki áhrif á Evrópudeildina og þar getur Casemiro spilað á fimmtudaginn í seinni leiknum gegn Real Betis á Spáni.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira