Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 13:51 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira