Blandað kerfi er allra hagur Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. mars 2023 09:30 Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun