Blandað kerfi er allra hagur Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. mars 2023 09:30 Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa. Til þess að Íslenska ríkinu takist að uppfylla tryggingarskilmálana getur það þurft, líkt og önnur ríki sem við berum okkur saman við, að leita til einkarekinna aðila sem starfsleyfi hafa til þess að sinna þeirri þjónustu sem tryggingarnar ná til. Þegar valkvæðar aðgerðir eru annars vegar, er í öllum tilfellum samið um verð fyrir hverja aðgerð. Ýmist með því að leitað er tilboða í tilteknar aðgerðir eða samninga leitað með öðrum hætti. Í tveimur algengum aðgerðaflokkum, liðskiptiaðgerðum og augnsteinaaðgerðum, hefur ríkið eða Landspítalinn setið einn við kjötkatlana og í raun ráðið hvað hið opinbera greiðir spítalanum mikið fyrir hverja aðgerð aðgerð. Það verð sem Landspítalinn hefur ákveðið að hið opinbera greiði sér fyrir liðskiptiaðgerðir er nærri því tvöfalt hærra en tvær einkareknar stofur buðu í nýafstöðnu útboði Sjúkratrygginga Íslands í liðskiptiaðgerðir og í raun tugum prósenta hærri en sá kostnaður sem Sjúkratryggingar Íslands áætluðu að aðgerðirnar myndu kosta í útboðslýsingu. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands muni ganga til samninga við þessar tvær stofur um að minnsta kosti 700 liðskiptiaðgerðir. Þær gætu þó orðið töluvert fleiri, því þau verð sem þessar tvær stofur bjóða, rúma mun fleiri en 700 aðgerðir, fyrir þann milljarð sem áætlað er að verja til verkefnisins. Sama upphæð til Landspítalans myndi ekki einu sinni duga fyrir 500 aðgerðum. Þegar að loks verður gengið til samninga um þessar aðgerðir, þá mun örugglega umræða fara í gang um að verið sé að vega að fagþekkingu ríkisstofnana með því að útvista þessum aðgerðum. Svo maður tali nú ekki um, að ótækt sé að aðilar út í bæ séu að græða veikindum fólks. Er sú umræða reyndar farin í gang. Reyndar er það svo að enginn græðir og allir tapa á því ef að fullfrískt fólk, jafnvel á vinnualdri þarf að draga sig í hlé á vinnumarkaði vegna veikinda. Tapið er svo enn meira, ef að fólk þarf svo bíða óhóflega lengi eftir því að fá bót meina sinna. Hafa ber einnig í huga að við erum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Blandað heilbrigðiskerfi er starfrækt í öllum þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við. Staðan í dag er sú að um 1800 manns eru á biðlista eftir þessum aðgerðum. Fullnýttur milljarður, til framkvæmda á þessum aðgerðum hjá einkaaðilum, mun ekki að ná að uppfylla nema um helming þeirra aðgerða sem framkvæma þarf svo ríkið standi við sína skuldbindingu um sjúkratryggingu, þeirra sem að rétt hafa á henni vegna þessara aðgerða. Og þá eru allir aðrir aðgerðaflokkar valkvæðra aðgerða sem ríkið situr nú eitt að eftir. Ef við berjum hausnum áfram í steininn og höfnum því að kraftur einkaframtaksins sé með einhverjum hætti nýttur til þess að ná niður biðlistum og að uppfylla loforðið um sjúkratryggingu allra, munu biðlistar ekki bara lengjast út í hið óendanlega, heldur mun fjárþörf hins opinbera heilbrigðiskerfis einnig vaxa út í hið óendanlega. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun