Lokaatkvæðagreiðsla um frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum fer fram á morgun eftir að þriðju umræðu um málið lauk á Alþingi í dag.
Umdeildasta breytingin er sú að þeir sem fá höfnun um hæli á Íslandi eftir að hafa farið í gegnum kæruferli, sem verður sjálfvirkt, ber að fara úr landi innan þrjátíu daga frá úrskurði. Þá hefur einnig verið deilt um stöðu barna sem koma fylgdarlaus til landsins og telja margir stjórnarandstæðingar að staða þeirra eftir breytingar sé enn ótryggð og brjóti í bága við Mannréttinda- og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Annarri umræðu um frumvarpið lauk í byrjun febrúar og voru þá allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar felldar. Þá er fimmta tilraun ýmist innanríkis- eða dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að fá fram breytingar á útlendingalögum.
Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram á Alþingi á morgun klukkan 17:15. Verði frumvarpið samþykkt verður það þar með orðið að lögum frá Alþingi.