Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 19:58 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, nálgast nú að lýsa yfir framboði til forseta. Hann þarf nú í fyrsta skipti að svara erfiðum spurningum um sýn sína á utanríkismál, þar á meðal um afstöðu sína til innrásar Rússa í Úkraínu. Vísir/Getty Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. Skoðanakannanir benda til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sé líklegastur til þess að veita Trump keppni um útnefningu repúblikana fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember árið 2024. DeSantis hefur enn ekki lýst formlega yfir framboði en fastlega er gert ráð fyrir að hann geri það á næstunni. Fram að þessu hefur DeSantis vikið sér undan að úttala sig um utanríkismál, þar á meðal innrás Rússa í Úkraínu. Hann svaraði þó spurningum um málefnið í fyrsta skipti með afgerandi hætti í þætti Tuckers Carlson, helsta þáttastjórnanda Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, í gær. Carlson er sjálfur andstæðingur þess að Bandaríkin leggi Úkraínumönnum lið. „Þó að Bandaríkin hafi mörg brýn þjóðaröryggishagsmunamál [...] þá er það ekki eitt af þeim að blanda okkur frekar í deilu Úkraínu og Rússlands um landsvæði,“ sagði í skriflegu svari DeSantis við spurningum Carlson, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Endurspeglar klofning innan Repúblikanaflokksins Skoðun DeSantis endurómar þá sem Trump hefur þegar lýst. Trump sagði það ekki hagsmuni Bandaríkjanna að stöðva Rússa í sínum svörum til Carlsons. Hann hefur áður sagt að hann leyfði Rússum að sölsa undir sig úkraínskt landsvæði ef samið yrði um frið. Í forsetatíð sinni var Trump kærður fyrir embættisbrot þegar hann reyndi að þröngva Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að hjálpa sér að koma óorði á Joe Biden. Það gerði hann með því að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði þegar samþykkt. Afstaða bæði DeSantis og Trump er í andstöðu við leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sagði nýlega að fullvalda Úkraína væri þjóðaröryggismál fyrir Bandaríkin. Ágreiningurinn þykir endurspegla vaxandi klofning innan raða Repúblikanaflokksins, á milli hefðbundinna íhaldsmanna sem eru andsnúnir rússneskum hernaðarumsvifum annars vegar og hins vegar nýrrar kynslóðar þingmanna yst á hægri jaðri flokksins sem eru andsnúnir úkraínskum stjórnvöldum og dást jafnvel að Vladímír Pútín Rússlandsforseta. DeSantis er talinn líklegastur til þess að velgja Donald Trump undir uggum í forvali Repúblikanaflokksins. Þeir virðast aðhyllast sömu stefnu í garð Úkraínu.Vísir/Getty Eins og ef Bandaríkin réðust inn í Kanada Sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu þó DeSantis fyrir að lýsa innrásinni sem einhvers konar landamæradeilu í dag, þar á meðal Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Flórída og varaformaður leyniþjónustunefndar þingdeildarinnar.. „Þetta er ekki frekar deila um landsvæði en ef Bandaríkin ákvæðu að þau vildu ráðast inn í Kanada eða taka yfir Bahamaeyjar. Þetta er innrás,“ sagði Rubio í útvarpsviðtali. Í sama streng tók Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu og dyggur stuðningsmaður Trumps. Sagði hann margt hafa farið fram hjá flokkssystkinum sínum ef þau teldu að tilefnislausa og villimannslega innrás Rússa í Úkraínu ekki þjóðaröryggismál Bandaríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sé líklegastur til þess að veita Trump keppni um útnefningu repúblikana fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember árið 2024. DeSantis hefur enn ekki lýst formlega yfir framboði en fastlega er gert ráð fyrir að hann geri það á næstunni. Fram að þessu hefur DeSantis vikið sér undan að úttala sig um utanríkismál, þar á meðal innrás Rússa í Úkraínu. Hann svaraði þó spurningum um málefnið í fyrsta skipti með afgerandi hætti í þætti Tuckers Carlson, helsta þáttastjórnanda Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, í gær. Carlson er sjálfur andstæðingur þess að Bandaríkin leggi Úkraínumönnum lið. „Þó að Bandaríkin hafi mörg brýn þjóðaröryggishagsmunamál [...] þá er það ekki eitt af þeim að blanda okkur frekar í deilu Úkraínu og Rússlands um landsvæði,“ sagði í skriflegu svari DeSantis við spurningum Carlson, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Endurspeglar klofning innan Repúblikanaflokksins Skoðun DeSantis endurómar þá sem Trump hefur þegar lýst. Trump sagði það ekki hagsmuni Bandaríkjanna að stöðva Rússa í sínum svörum til Carlsons. Hann hefur áður sagt að hann leyfði Rússum að sölsa undir sig úkraínskt landsvæði ef samið yrði um frið. Í forsetatíð sinni var Trump kærður fyrir embættisbrot þegar hann reyndi að þröngva Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, til þess að hjálpa sér að koma óorði á Joe Biden. Það gerði hann með því að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði þegar samþykkt. Afstaða bæði DeSantis og Trump er í andstöðu við leiðtoga Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi. Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sagði nýlega að fullvalda Úkraína væri þjóðaröryggismál fyrir Bandaríkin. Ágreiningurinn þykir endurspegla vaxandi klofning innan raða Repúblikanaflokksins, á milli hefðbundinna íhaldsmanna sem eru andsnúnir rússneskum hernaðarumsvifum annars vegar og hins vegar nýrrar kynslóðar þingmanna yst á hægri jaðri flokksins sem eru andsnúnir úkraínskum stjórnvöldum og dást jafnvel að Vladímír Pútín Rússlandsforseta. DeSantis er talinn líklegastur til þess að velgja Donald Trump undir uggum í forvali Repúblikanaflokksins. Þeir virðast aðhyllast sömu stefnu í garð Úkraínu.Vísir/Getty Eins og ef Bandaríkin réðust inn í Kanada Sumir þingmenn repúblikana gagnrýndu þó DeSantis fyrir að lýsa innrásinni sem einhvers konar landamæradeilu í dag, þar á meðal Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Flórída og varaformaður leyniþjónustunefndar þingdeildarinnar.. „Þetta er ekki frekar deila um landsvæði en ef Bandaríkin ákvæðu að þau vildu ráðast inn í Kanada eða taka yfir Bahamaeyjar. Þetta er innrás,“ sagði Rubio í útvarpsviðtali. Í sama streng tók Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu og dyggur stuðningsmaður Trumps. Sagði hann margt hafa farið fram hjá flokkssystkinum sínum ef þau teldu að tilefnislausa og villimannslega innrás Rússa í Úkraínu ekki þjóðaröryggismál Bandaríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira