ÍBV í undanúrslit með fullt hús stiga eftir sigur á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2023 20:35 Leikmenn ÍBV fagna fyrsta marki sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-2 sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Eyjamenn voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og þurftu heimamenn þriggja marka sigur itl að komast í undanúrslit keppninnar. Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn