„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 07:49 Bók Trump er sögð innihalda 150 bréf frá þekktum einstaklingum. Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. Letters to Trump, eða Bréf til Trump, er safn um 150 bréfa frá einstaklingum á borð við Elísabetu II Bretlandsdrottningu, Díönu prinsessu, Opruh Winfrey, Hillary Clinton, Richard Nixon og Ronald Reagan. „Ég held að þau muni afhjúpa afar áhugavert líf,“ sagði Trump um bréfin. „Ég þekkti þau öll og hvert einasta kyssti á mér rassinn. En nú kyssir aðeins helmingur á mér rassinn,“ bætti hann við, smekklegur að vanda. Donald Trump Jr., sonur forsetans fyrrverandi, sagði föður sinn hafa átt í bréfasamskiptum við sumt af áhugaverðasta fólki heims en það hefði verið ótrúlegt hversu aðdáun þeirra á honum hefði horfið fljótt eftir að hann bauð sig fram sem Repúblikani. „Í Letters to Trump sést nákvæmlega hvað þeim þótti um hann og hversu fölsk nýtilkomin vanþóknun þeirra er,“ sagði Jr. Trump deildi bréfi með Breitbart frá John F Kennedy Jr., syni Kennedy forseta, sem var útgefandi þegar hann reit bréfið. Þakkaði hann Trump fyrir að hafa heimsótt sig á skrifstofu sinni „til að ræða stjórnmál, New York, menn og konur“. Samkvæmt Axios er einnig að finna bréf í bókinni frá Opruh Winfrey, þar sem fjölmiðlakonan segir miður að þau tvö séu ekki í framboði saman. „Hvílíkt teymi!“ ku hún segja í bréfinu, frá 2000. „Því miður talaði hún aldrei aftur við mig eftir að ég tilkynnti um framboð mitt til forseta árið 2015,“ segir Trump í bókinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Viðburðarríkt ár í Bandaríkjum Trumps Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Letters to Trump, eða Bréf til Trump, er safn um 150 bréfa frá einstaklingum á borð við Elísabetu II Bretlandsdrottningu, Díönu prinsessu, Opruh Winfrey, Hillary Clinton, Richard Nixon og Ronald Reagan. „Ég held að þau muni afhjúpa afar áhugavert líf,“ sagði Trump um bréfin. „Ég þekkti þau öll og hvert einasta kyssti á mér rassinn. En nú kyssir aðeins helmingur á mér rassinn,“ bætti hann við, smekklegur að vanda. Donald Trump Jr., sonur forsetans fyrrverandi, sagði föður sinn hafa átt í bréfasamskiptum við sumt af áhugaverðasta fólki heims en það hefði verið ótrúlegt hversu aðdáun þeirra á honum hefði horfið fljótt eftir að hann bauð sig fram sem Repúblikani. „Í Letters to Trump sést nákvæmlega hvað þeim þótti um hann og hversu fölsk nýtilkomin vanþóknun þeirra er,“ sagði Jr. Trump deildi bréfi með Breitbart frá John F Kennedy Jr., syni Kennedy forseta, sem var útgefandi þegar hann reit bréfið. Þakkaði hann Trump fyrir að hafa heimsótt sig á skrifstofu sinni „til að ræða stjórnmál, New York, menn og konur“. Samkvæmt Axios er einnig að finna bréf í bókinni frá Opruh Winfrey, þar sem fjölmiðlakonan segir miður að þau tvö séu ekki í framboði saman. „Hvílíkt teymi!“ ku hún segja í bréfinu, frá 2000. „Því miður talaði hún aldrei aftur við mig eftir að ég tilkynnti um framboð mitt til forseta árið 2015,“ segir Trump í bókinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Viðburðarríkt ár í Bandaríkjum Trumps Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira