Sjáðu mörkin: Bæði fljótastur og yngstur til að skora þrjátíu í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 09:00 Fimm skoruð í gær og 30 í heildina. EPA-EFE/Adam Vaughan Erling Braut Håland er svo sannarlega engum líkur. Norski framherjinn hefur nú skorað 30 mörk í Meistaradeild Evrópu, í aðeins 25 leikjum. Það gerir hann fljótasta leikmann sögunnar til að ná þeim áfanga sem og þann yngsta. Mörkin fimm sem Håland skoraði í gær, þriðjudag, má sjá neðst í fréttinni. Håland sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Manchester City niðurlægði RB Leipzig á Etihad-vellinum í Manchester er liðin mættust í síðari viðureign 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var erfitt að sjá úrslit gærdagsins fyrir sér áður en flautað var til leiks. Þegar loks var flautað var til leiksloka var staðan 7-0 Man City í vil. Þar af hafði Håland skorað fimm en hann var tekinn af velli þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Í viðtali eftir leik sagði Norðmaðurinn að hann hefði verið til í að vera áfram inn á til að eiga möguleikann á „tvöfaldri þrennu.“ Mörkin fimm þýða að Håland hefur nú skorað 30 mörk í aðeins 25 Meistaradeildarleikjum. Skoraði hann 8 fyrir Salzburg á sínu fyrsta tímabili í keppninni, 15 fyrir Borussia Dortmund og nú 10 fyrir Manchester City á þessari leiktíð. Ekki nóg með það heldur er Norðmaðurinn yngsti leikmaður sögunnar til að ná þessum áfanga, það er að skora 30 mörk í deild þeirra bestu í Evrópu. Þegar hann hlóð í fimmu gærdagsins var hann enn aðeins 22 ára og 236 daga gamall. 30 - Erling Haaland has scored 30 goals in 25 games in the UEFA Champions League, reaching this milestone in fewer matches than any other player, while he is also the youngest player to reach 30 goals in the competition s history (22y 236d). Powerhouse. pic.twitter.com/13vKCvQdvY— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2023 Eðlilega var Pep Gurdiola, þjálfari Man City, í sjöunda himni með frammistöðu framherjans að leik loknum. „Erling var stórkostlegur en allir spiluðu frábærlega. Að skora fimm mörk á 60 mínútum, ótrúlegur leikmaður, þvílíkur efniviður. Kraftur, hugarfar, hann er sigurvegari. Frábær,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. Erling Braut Håland hefur skorað 39 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur 50 marka múrinn. Klippa: Fimma Erling Haaland á móti Leipzig Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé byrjunin á góðu gengi Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Håland sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Manchester City niðurlægði RB Leipzig á Etihad-vellinum í Manchester er liðin mættust í síðari viðureign 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í gær, þriðjudag. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var erfitt að sjá úrslit gærdagsins fyrir sér áður en flautað var til leiks. Þegar loks var flautað var til leiksloka var staðan 7-0 Man City í vil. Þar af hafði Håland skorað fimm en hann var tekinn af velli þegar rétt rúm klukkustund var liðin. Í viðtali eftir leik sagði Norðmaðurinn að hann hefði verið til í að vera áfram inn á til að eiga möguleikann á „tvöfaldri þrennu.“ Mörkin fimm þýða að Håland hefur nú skorað 30 mörk í aðeins 25 Meistaradeildarleikjum. Skoraði hann 8 fyrir Salzburg á sínu fyrsta tímabili í keppninni, 15 fyrir Borussia Dortmund og nú 10 fyrir Manchester City á þessari leiktíð. Ekki nóg með það heldur er Norðmaðurinn yngsti leikmaður sögunnar til að ná þessum áfanga, það er að skora 30 mörk í deild þeirra bestu í Evrópu. Þegar hann hlóð í fimmu gærdagsins var hann enn aðeins 22 ára og 236 daga gamall. 30 - Erling Haaland has scored 30 goals in 25 games in the UEFA Champions League, reaching this milestone in fewer matches than any other player, while he is also the youngest player to reach 30 goals in the competition s history (22y 236d). Powerhouse. pic.twitter.com/13vKCvQdvY— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2023 Eðlilega var Pep Gurdiola, þjálfari Man City, í sjöunda himni með frammistöðu framherjans að leik loknum. „Erling var stórkostlegur en allir spiluðu frábærlega. Að skora fimm mörk á 60 mínútum, ótrúlegur leikmaður, þvílíkur efniviður. Kraftur, hugarfar, hann er sigurvegari. Frábær,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. Erling Braut Håland hefur skorað 39 mörk og gefið 5 stoðsendingar í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann brýtur 50 marka múrinn. Klippa: Fimma Erling Haaland á móti Leipzig
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé byrjunin á góðu gengi Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira