Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. mars 2023 10:31 Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra en hann telur mikilvægt að myndavélarnar verði komnar upp áður en leiðtogafundur Evrópuráðs fer fram. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir í rökstuðningi Ásgeirs. Leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu en þar er ekkert öryggismyndavélaeftirlit. Þá er nýja svæðið á Hafnartorgi ekki vaktað né sjálf Lækjargatan. „Það þarf að passa að það komist ekki í gegn.“ En ekki eru allir jafn sáttir við fyrirhuguð áform. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins sat fundinn en Sósíalistar voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. „Það kom mér svolítið á óvart, sérstaklega því við erum með flokka þarna eins og Pírata sem tala mikið fyrir friðhelgi einkalífsins, borgararéttindum og þvíumlíkt,“ segir Trausti. Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. „Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur, og það er verið að marka ákveðnar hindranir. Það er verið að senda skilaboð til fólks: „það er fylgst með ykkur.“ Við horfum á önnur lönd í kringum okkur, til dæmis Bretland þar er verið að reyna koma frumvarpi í gegn sem myndi hamla mjög rétti fólks til að mótmæla. Og við erum bara hugsi yfir öllum mögulegum aðferðum sem gæti varið á þennan stjórnarskrár varinn rétt fólks til þess að mótmæla. Og það þarf að passa að þetta komist ekki í gegn.“ „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt" Trausti gefur ekki mikið fyrir áhyggjur aðstoðarlögreglustjóra varðandi möguleg mótmæli í kjölfar leiðtogafundarins. Það var bara talað um að það gæti verið, eins og sagt var, hörð mótmæli sem gætu komið. Við búum á Íslandi. Þetta eru örugglega saklausustu mótmæli sem um geta í Evrópu. Svo ykkar gagnrýni snýr aðalega að vöktun í kjölfarið á þessum fundi en ekki almennt? „Já af því að það var rökstuðningurinn með þessu. Við erum heldur ekkert hlynnt því að fara auka neitt á þetta eftirlitsamfélag, sem við sjáum vera að teiknast upp víða í löndum í kringum okkur, þar sem eru myndavélar á hverju horni og fylgst með öllum hreyfingum. Sum lönd eru meira að segja farin að hugsa um að hafa andlitsskanna, svona greiningu á fólki, þannig það sé hægt að fylgjast með hvaða einstakling er þarna um að ræða. Þannig hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt." Varðandi það hvort aukið eftirlitsmyndavélakerfi í miðborginni sé ekki mikilvægur þáttur í öryggisgæslu, nú þegar fréttir berast af auknum vopnaburði og aukinni hörku í undirheimum, segir Trausti að samtalið um þessi mál sé mikilvægt. „En við verðum samt að passa okkur að láta ekki óttann taka alla stjórn á okkur, við verðum líka að hugsa út í frelsið. Við viljum vera frjálst þjóðfélag þar sem fólk getur gengið um götur án þess að það sé verið að fylgjast með hverri hreyfingu.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra en hann telur mikilvægt að myndavélarnar verði komnar upp áður en leiðtogafundur Evrópuráðs fer fram. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir í rökstuðningi Ásgeirs. Leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu en þar er ekkert öryggismyndavélaeftirlit. Þá er nýja svæðið á Hafnartorgi ekki vaktað né sjálf Lækjargatan. „Það þarf að passa að það komist ekki í gegn.“ En ekki eru allir jafn sáttir við fyrirhuguð áform. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins sat fundinn en Sósíalistar voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. „Það kom mér svolítið á óvart, sérstaklega því við erum með flokka þarna eins og Pírata sem tala mikið fyrir friðhelgi einkalífsins, borgararéttindum og þvíumlíkt,“ segir Trausti. Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. „Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur, og það er verið að marka ákveðnar hindranir. Það er verið að senda skilaboð til fólks: „það er fylgst með ykkur.“ Við horfum á önnur lönd í kringum okkur, til dæmis Bretland þar er verið að reyna koma frumvarpi í gegn sem myndi hamla mjög rétti fólks til að mótmæla. Og við erum bara hugsi yfir öllum mögulegum aðferðum sem gæti varið á þennan stjórnarskrár varinn rétt fólks til þess að mótmæla. Og það þarf að passa að þetta komist ekki í gegn.“ „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt" Trausti gefur ekki mikið fyrir áhyggjur aðstoðarlögreglustjóra varðandi möguleg mótmæli í kjölfar leiðtogafundarins. Það var bara talað um að það gæti verið, eins og sagt var, hörð mótmæli sem gætu komið. Við búum á Íslandi. Þetta eru örugglega saklausustu mótmæli sem um geta í Evrópu. Svo ykkar gagnrýni snýr aðalega að vöktun í kjölfarið á þessum fundi en ekki almennt? „Já af því að það var rökstuðningurinn með þessu. Við erum heldur ekkert hlynnt því að fara auka neitt á þetta eftirlitsamfélag, sem við sjáum vera að teiknast upp víða í löndum í kringum okkur, þar sem eru myndavélar á hverju horni og fylgst með öllum hreyfingum. Sum lönd eru meira að segja farin að hugsa um að hafa andlitsskanna, svona greiningu á fólki, þannig það sé hægt að fylgjast með hvaða einstakling er þarna um að ræða. Þannig hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt." Varðandi það hvort aukið eftirlitsmyndavélakerfi í miðborginni sé ekki mikilvægur þáttur í öryggisgæslu, nú þegar fréttir berast af auknum vopnaburði og aukinni hörku í undirheimum, segir Trausti að samtalið um þessi mál sé mikilvægt. „En við verðum samt að passa okkur að láta ekki óttann taka alla stjórn á okkur, við verðum líka að hugsa út í frelsið. Við viljum vera frjálst þjóðfélag þar sem fólk getur gengið um götur án þess að það sé verið að fylgjast með hverri hreyfingu.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent