Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2023 11:55 Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka framlög viðskiptabankanna í fjármálastöðugleika úr 2 prósentum í 2,5 prósent og tekur hækkunin samkvæmt reglum gildu eftir tólf mánuði. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð. Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43