Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að Rakel búi yfir víðtækri reynslu á sviði almannatengsla, kynningarmála og verkefna- og viðburðastjórnunar.
Áður en hún starfaði hjá Eflingu og BSRB gegndi hún starfi forstöðumanns almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins. Þá hefur hún einnig starfað sem kynningarstjóri hjá Eddu útgáfu.
Rakel er með BA gráðu í þjóðfræði og mannfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.