Tottenham goðsagnir hafa eftir allt saman verið Man City aðdáendur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 11:02 Teddy Sheringham og Glenn Hoddle spiluðu báðir fyrir Tottenham en í grunninn eru þeir Manchester City aðdéndur. Eða hvað? Steve Bardens/Getty Images Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár. Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira