„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 17:04 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við fréttastofu að það sé augljóst eftir fundinn að þingið þurfi að skoða málið frekar. Hann segir álit umboðsmanns Alþingis segja að stjórnsýsla Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu hafi ekki verið í lagi. Reglugerð dómsmálaráðherra sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur var birt í Stjórnartíðindum þann 23. janúar síðastliðinn. Reglugerðin hefur verið afar umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ákvörðunin var ekki rædd á ríkisstjórnarfundi. Meiriháttar trúnaðarbrestur Sigmar segir að Jón hefði átt að ræða þetta mál á ríkisstjórnarfundi þar sem um er að ræða mikilsvert stjórnarmálefni. „Þetta er áherslubreyting að mati forsætisráðherrans sem á að ræða á ríkisstjórnarfundum samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ segir hann. „Þá liggur það bara fyrir að forsætisráðherra telur að dómsmálaráðherra hafi mögulega brotið gegn annað hvort lögunum eða stjórnarskránni eða jafnvel bæði,“ Sigmar telur að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.Arnar Halldórsson Að sögn Sigmars er um að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Ræða þurfi það hvort farið verði lengra með málið: „Þá þýðir það auðvitað að það er orðinn meiriháttar trúnaðarbrestur þarna á milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Við á þinginu hljótum að þurfa að skoða það mjög vandlega hvort við förum áfram með þetta mál.“ „Eiginlega jafn vont og brotið sjálft“ Sigmar segir að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er mjög vont þegar ráðherra í ríkisstjórninni fær svona álit frá umboðsmanni um það að hann hafi ekki haft nægilegt samráð inn í ríkisstjórn, fer þvert gegn því sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar vill að sé gert,“ segir hann. Sigmar segir að trúnaðarbresturinn sé tvöfaldaður vegna viðbragða dómsmálaráðherra í málinu. „Ég túlka það sem meiriháttar trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Trúnaðarbresturinn er síðan tvöfaldaður þegar þú tekur viðbrögð dómsmálaráðherrans sem telur að þetta skipti bara ekki neinu máli, hann sé bara ósammála álitinu og þar við situr. Það er eiginlega jafn vont og brotið sjálft.“ Að sögn Sigmars var þó ekki rætt um næstu skref á fundinum heldur var einungis farið yfir það sem umboðsmaður Alþingis hafði að segja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við fréttastofu að það sé augljóst eftir fundinn að þingið þurfi að skoða málið frekar. Hann segir álit umboðsmanns Alþingis segja að stjórnsýsla Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu hafi ekki verið í lagi. Reglugerð dómsmálaráðherra sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur var birt í Stjórnartíðindum þann 23. janúar síðastliðinn. Reglugerðin hefur verið afar umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ákvörðunin var ekki rædd á ríkisstjórnarfundi. Meiriháttar trúnaðarbrestur Sigmar segir að Jón hefði átt að ræða þetta mál á ríkisstjórnarfundi þar sem um er að ræða mikilsvert stjórnarmálefni. „Þetta er áherslubreyting að mati forsætisráðherrans sem á að ræða á ríkisstjórnarfundum samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ segir hann. „Þá liggur það bara fyrir að forsætisráðherra telur að dómsmálaráðherra hafi mögulega brotið gegn annað hvort lögunum eða stjórnarskránni eða jafnvel bæði,“ Sigmar telur að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.Arnar Halldórsson Að sögn Sigmars er um að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Ræða þurfi það hvort farið verði lengra með málið: „Þá þýðir það auðvitað að það er orðinn meiriháttar trúnaðarbrestur þarna á milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Við á þinginu hljótum að þurfa að skoða það mjög vandlega hvort við förum áfram með þetta mál.“ „Eiginlega jafn vont og brotið sjálft“ Sigmar segir að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er mjög vont þegar ráðherra í ríkisstjórninni fær svona álit frá umboðsmanni um það að hann hafi ekki haft nægilegt samráð inn í ríkisstjórn, fer þvert gegn því sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar vill að sé gert,“ segir hann. Sigmar segir að trúnaðarbresturinn sé tvöfaldaður vegna viðbragða dómsmálaráðherra í málinu. „Ég túlka það sem meiriháttar trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Trúnaðarbresturinn er síðan tvöfaldaður þegar þú tekur viðbrögð dómsmálaráðherrans sem telur að þetta skipti bara ekki neinu máli, hann sé bara ósammála álitinu og þar við situr. Það er eiginlega jafn vont og brotið sjálft.“ Að sögn Sigmars var þó ekki rætt um næstu skref á fundinum heldur var einungis farið yfir það sem umboðsmaður Alþingis hafði að segja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira