„Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2023 21:30 Þórdís hefur ekki fengið nein svör um hvenær 16 mánaða sonur hennar komist inn á leikskóla. Aðsend Fjögurra manna fjölskylda neyddist til að flytja úr íbúð sinni og leigja hana út til að ná endum saman, þar sem yngsta barnið kemst ekki inn á leikskóla. Foreldrar segja nóg komið af innantómum yfirlýsingum og krefjast tafarlausra aðgerða. Mótmæli hafa verið boðuð á ný í næstu viku. Áform sem Reykjavíkurborg kynnti á síðasta ári um opnun sjö nýrra leikskóla auk þess sem börn frá tólf mánaða aldri áttu að fá pláss gengu ekki eftir. Mörg hundruð börn eru á biðlista og aukinnar örvæntingar gætir hjá ráðalausum foreldrum. Boðað var til mótmæla í morgun við ráðhúsið. Ein þeirra sem mætti til að mótmæla í Ráðhúsinu í morgun er Þórdís Ólöf, móðir Ævars Nonna, 16 mánaða. Átta mánuðir eru síðan fæðingarorlofið kláraðist og hafa Þórdís og maðurinn hennar þurft að brúa bilið síðan. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Aðsend Fjölskyldan neyddist til að flytja úr íbúðinni sinni og leigja hana út til að ná endum saman. „Þetta gengur auðvitað ekki upp fjárhagslega fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þannig að við búum núna í íbúð sem foreldrar mínir leigja okkur ódýrt. Hún er 34 fermetrar, við erum fjögur og erum að leigja okkar íbúð út á airbnb af því við sjáum ekki fram á að geta staðið straum af tekjum með einum launatjékka,“ segir Þórdís. Upphaflega ætluðu þau sér aðeins að leigja íbúðina í þrjá mánuði en vegna þess að Ævar Nonni fær hvergi dagvistun hefur sá tími sífellt lengst og óvissa varðandi framhaldið er mikil. „Dagarnir sem við megum leigja út eru búnir núna um páskana og þá þurfum við að ákveða hvort við ætlum að setja þetta í langtímaútleigu og búa áfram í 34 fermetrum eða hvort við munum flytja aftur inn.“ Þetta er rosalega streituvaldandi og kvíðavaldandi og staða sem ég óska ekki neinum að vera í. „ Það er mikið um stór loforð og langtímaáætlanir en hvað verður gert fyrir svona fólk eins og mig, sem er bara í rosalega viðkvæmri stöðu? Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur.“ Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Áform sem Reykjavíkurborg kynnti á síðasta ári um opnun sjö nýrra leikskóla auk þess sem börn frá tólf mánaða aldri áttu að fá pláss gengu ekki eftir. Mörg hundruð börn eru á biðlista og aukinnar örvæntingar gætir hjá ráðalausum foreldrum. Boðað var til mótmæla í morgun við ráðhúsið. Ein þeirra sem mætti til að mótmæla í Ráðhúsinu í morgun er Þórdís Ólöf, móðir Ævars Nonna, 16 mánaða. Átta mánuðir eru síðan fæðingarorlofið kláraðist og hafa Þórdís og maðurinn hennar þurft að brúa bilið síðan. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Aðsend Fjölskyldan neyddist til að flytja úr íbúðinni sinni og leigja hana út til að ná endum saman. „Þetta gengur auðvitað ekki upp fjárhagslega fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þannig að við búum núna í íbúð sem foreldrar mínir leigja okkur ódýrt. Hún er 34 fermetrar, við erum fjögur og erum að leigja okkar íbúð út á airbnb af því við sjáum ekki fram á að geta staðið straum af tekjum með einum launatjékka,“ segir Þórdís. Upphaflega ætluðu þau sér aðeins að leigja íbúðina í þrjá mánuði en vegna þess að Ævar Nonni fær hvergi dagvistun hefur sá tími sífellt lengst og óvissa varðandi framhaldið er mikil. „Dagarnir sem við megum leigja út eru búnir núna um páskana og þá þurfum við að ákveða hvort við ætlum að setja þetta í langtímaútleigu og búa áfram í 34 fermetrum eða hvort við munum flytja aftur inn.“ Þetta er rosalega streituvaldandi og kvíðavaldandi og staða sem ég óska ekki neinum að vera í. „ Það er mikið um stór loforð og langtímaáætlanir en hvað verður gert fyrir svona fólk eins og mig, sem er bara í rosalega viðkvæmri stöðu? Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur.“
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00
Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51