Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð óvænt“ Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 10:58 Teitur Björn Einarsson sat á þingi á árunum 2016 til 2017. Aðsend Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu. „Þetta er nokkuð óvænt, en ég er ánægður fyrir hönd íbúa Akraness að fá svona öflugan mann til bæjarstjóra. Ég óska að sjálfsögðu honum velfarnaðar í hans störfum,“ segir Teitur Björn í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að bæjarstjórn Akraness hafi samið við Harald um að taka að sér starfi bæjarstjóri þegar Sævar Freyr Þráinsson tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Freyr hættir sem bæjarstjóri í lok þessa mánaðar. „Verkefnið er spennandi og ég er fullur tilhlökkunar. Ég hlakka sömuleiðis til samstarfs við íbúa Norðvesturkjördæmis,“ segir Teitur Björn. Teitur Björn mun láta af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar samhliða þessum breytingum. Það muni skýrast fljótlega hvenær hann taki sæti Haraldar. Teitur Björn Einarsson er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn náði inn tveimur mönnum í kosningunum 2021 – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Harald Benediktsson. Teitur Björn var í september síðastliðinn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og var þá greint frá því að hann myndi sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þá sat á Alþingi á árunum 2016 til 2017. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Akranes Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
„Þetta er nokkuð óvænt, en ég er ánægður fyrir hönd íbúa Akraness að fá svona öflugan mann til bæjarstjóra. Ég óska að sjálfsögðu honum velfarnaðar í hans störfum,“ segir Teitur Björn í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að bæjarstjórn Akraness hafi samið við Harald um að taka að sér starfi bæjarstjóri þegar Sævar Freyr Þráinsson tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Freyr hættir sem bæjarstjóri í lok þessa mánaðar. „Verkefnið er spennandi og ég er fullur tilhlökkunar. Ég hlakka sömuleiðis til samstarfs við íbúa Norðvesturkjördæmis,“ segir Teitur Björn. Teitur Björn mun láta af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar samhliða þessum breytingum. Það muni skýrast fljótlega hvenær hann taki sæti Haraldar. Teitur Björn Einarsson er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn náði inn tveimur mönnum í kosningunum 2021 – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Harald Benediktsson. Teitur Björn var í september síðastliðinn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og var þá greint frá því að hann myndi sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þá sat á Alþingi á árunum 2016 til 2017.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Akranes Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24