Dómar fyrir að smygla inn kókaínfylltri jólastyttu mildaðir Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 22:55 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna áður en mennirnir sóttu hana. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi tvo karlmenn í tíu og tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings, með því að hafa sótt jólastyttu fulla af kókaíni á pósthús, í dag. Mennirnir höfðu áður verið dæmdir í átján og 21 mánaðar fangelsi. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa reynt að sækja styttuna, sem borist hafði frá Þýskalandi, í desember árið 2021. Tollgæslan hafði fyrir það haft samband við lögreglu vegna þess að um eitt kíló af kókaíni hafði fundist í styttunni. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna. Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Í héraði taldi dómari skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir voru dæmdir til átján mánaða fangelsisvistar annars vega og 21 mánaða fangelsisvistar hins vegar. Dómar mildaðir vegna lítils styrks efnanna Landsréttur staðfesti sakfellingu mannanna með vísan til forsendna héraðsdóms en mildaði fangelsisdómana verulega. Í niðurstöðukafla dómsins segir að um hafi verið að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna en með hliðsjón af litlum styrkleika efnanna, sem var aðeins um sautján prósent, þyki refsing annars þeirra hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði og hins fangelsi í tólf mánuði. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna fyrir Landsrétti, um eina milljón króna hvor. Áður höfðu þeir verið dæmdir til að greiða um 2,2 milljónir króna annars vegar og ríflega þrjár milljónir króna hins vegar í málskostnað fyrir héraði. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa reynt að sækja styttuna, sem borist hafði frá Þýskalandi, í desember árið 2021. Tollgæslan hafði fyrir það haft samband við lögreglu vegna þess að um eitt kíló af kókaíni hafði fundist í styttunni. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og gerviefnum var komið fyrir í stað fíkniefnanna. Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Í héraði taldi dómari skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir voru dæmdir til átján mánaða fangelsisvistar annars vega og 21 mánaða fangelsisvistar hins vegar. Dómar mildaðir vegna lítils styrks efnanna Landsréttur staðfesti sakfellingu mannanna með vísan til forsendna héraðsdóms en mildaði fangelsisdómana verulega. Í niðurstöðukafla dómsins segir að um hafi verið að ræða mikið magn hættulegra fíkniefna en með hliðsjón af litlum styrkleika efnanna, sem var aðeins um sautján prósent, þyki refsing annars þeirra hæfilega ákveðin fangelsi í tíu mánuði og hins fangelsi í tólf mánuði. Þá voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjenda sinna fyrir Landsrétti, um eina milljón króna hvor. Áður höfðu þeir verið dæmdir til að greiða um 2,2 milljónir króna annars vegar og ríflega þrjár milljónir króna hins vegar í málskostnað fyrir héraði.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira