Jarðskjálftinn, sem var 6,8 að stærð, skók suðurhluta Ekvador og norðurhluta Perú. Ekki er talin hætta á flóðbylgjum vegna skjálftans.
Staðfest andlát vegna skjálftans eru fjögur. Einn einstaklingur lét lífið er veggur hrundi á bíl hans. Hin þrjú létust er turn sem hélt uppi öryggismyndavélum féll á þau. Fleiri festust undir rústum og er nú unnið að því að bjarga þeim.
Guillermo Lasso, forseti Ekvador, birti færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem hann bað íbúa landsins um að halda ró sinni. Þá bað hann fólk um að fylgjast með upplýsingum í gegnum opinbera fjölmiðla.