Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Mennirnir tveir voru handteknir í gærmorgun eftir að lögreglu barst tilkynning um hávaða og háreysti úr húsi í Þingholtunum. Með þeim í húsinu var þriðji maður sem var meðvitundarlaus. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.
Ekki tókst að yfirheyra mennina strax sökum ástands en tókst að gera það í morgun. Að yfirheyrslum lokið var þeim sleppt úr haldi. Enginn grunur leikur á um refsiverða háttsemi þeirra.
Hér fyrir neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið frá því í gærkvöldi.