Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Fylki 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir falli aftur niður í Lengjudeildina. Eftir vonbrigðatímabilið 2021 þar sem Fylkir féll sneru þeir appelsínugulu bökum saman og unnu Lengjudeildina á sannfærandi hátt í fyrra. Fylkismenn voru með besta lið deildarinnar; unnu flesta leiki (16), töpuðu fæstum (3), skoruðu flest mörk (63) og fengu á sig fæst (23). Árbæinn eignaðist því aftur lið í Bestu deildinni. Rúnar Páll Sigmundsson er að hefja sitt annað heila tímabil sem þjálfari Fylkis.vísir/hulda margrét Takmarkaðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fylkis í vetur. Þeir héldu öllum sínum lykilmönnum og treysta að mestu á leikmennina sem komu liðinu upp og að sama skapi leikmennina sem mynduðu burðarvirkið í liðinu sem féll 2021. Mesti missirinn hjá Fylki er af Mathias Laursen sem var þeirra markahæsti maður í fyrra og næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar. Hann sleit krossband í hné í vetur og verður ekkert með í sumar. Framlínan virðist veikasti hluti Fylkisliðsins og mikið mun mæða á Benedikt Daríusi Garðarssyni og Pétri Bjarnasyni en hvorugur þeirra hefur leikið í efstu deild áður. Fylkir býr svo vel að vera með einn reyndasta þjálfara landsins, Rúnar Pál Sigmundsson, í brúnni og hann sættir sig ekki við neina meðalmennsku. En líklega verður hlutskipti Árbæinga í sumar að berjast fyrir tilverurétti sínum í Bestu deildinni. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti (1. sæti) og þeim var spáð í spá fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl og maí: 58 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 12) Júní: 58 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 12) Júlí: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (15 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 9) - Besti dagur: 27. ágúst Fylkismenn tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 5-1 sigri á Gróttu í Árbænum. Versti dagur: 16. júní Fylkismenn voru aðeins í fimmta sæti eftir að hafa tapað á sjálfsmarki á heimavelli á móti HK í sjöundu umferð. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti í B-deild (51 stig) Sóknarleikur: 1. sæti í B-deild (63 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti í B-deild (23 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti í B-deild (28 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti í B-deild (23 stig) Flestir sigurleikir í röð: 12 (5. júlí til 10. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Þrisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Mathias Laursen 15 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Nikulás Val Gunnarsson 7 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Ólafur Kristófer Helgason (f. 2002): Ungur markvörður sem fékk smjörþefinn af efstu deild þegar Fylkir féll árið 2021. Var frábær á síðustu leiktíð og er að því virðist orðinn fastamaður í hóp U-21 árs landsliðsins. Ætti að mæta fullur sjálfstrausts til leiks í ár og því þurfa Árbæringar á að halda. Ásgeir Eyþórsson (f. 1993): Herra Fylkir. Hefur spilað 279 KSÍ leiki, alla fyrir Fylki, og mun brjóta 300 leikja múrinn í sumar ef allt er eðlilegt. Verður á sínum stað í hjarta varnarinnar og nú reynir á. Hefur gefið út að hann eigi sér háleit markmið og hann vilji ná þeim í Árbænum. Fyrsta markmiðið hlýtur að vera sæti í deildinni sumarið 2024. Benedikt Daríus Garðarsson (f. 1999): Framherji með rosalegt markanef. Raðaði inn mörkum fyrir Elliða í 3. deildinni sumarið 2021 og Fylki í Lengjudeildinni sumarið 2022. Menn hafa áður týnt markaskónum þegar komið er í efstu deild en eftir að Laursen meiddist er ljóst að Benedikt Daríus þarf að vera upp á sitt besta ætli liðið halda sæti sínu. Engin pressa. Ólafur Kristófer Helgason, Ásgeir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson þurfa að standa fyrir sínu í sumar.vísir/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti Fylkismenn hafa nánast ekkert misst frá síðustu leiktíð en það má einnig alveg efast um að þeir hafi styrkt sig nægilega mikið fyrir átökin í Bestu deildinni. Rúnar Páll sótti tvo fyrrverandi lærisveina sína frá Stjörnunni. Elís Rafn Björnsson er fjölhæfur leikmaður, mættur aftur í Árbæinn eftir fjögurra ára fjarveru, og Ólafur Karl Finsen getur vissulega verið frábær fram á við en hefur bara byrjað fimm deildarleiki á síðustu tveimur árum. Mestu munar sennilega fyrir Fylki að hafa tryggt það að Emil Ásmundsson yrði áfram hjá félaginu eftir að hafa snúið heim í Árbæinn að láni frá KR í fyrra. Félagið hefur einnig fengið spennandi sóknarmann að vestan, Pétur Bjarnason, sem skorað hefur 21 mark í 76 leikjum fyrir Vestra í næstefstu deild. Valgeir Árni Svansson kom til félagsins frá Noregi þar sem hann spilaði með Hönefoss í D-deildinni í eitt ár, eftir að hafa verið hjá Aftureldingu, en hann getur leyst stöðu kantmanns og bakvarðar. Jón Ívan Rivine er svo mættur til að veita Ólafi samkeppni um markvarðarstöðuna eftir góða frammistöðu með Gróttu í fyrra. Fylkir missti einn sinn þekktasta þjón í gegnum árin þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson fór til ÍR en hann var í litlu hlutverki á síðustu leiktíð. Hversu langt er síðan að Fylkir .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: 21 ár (2002) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2009) ... féll úr deildinni: 2 ár (2021) ... átti markakóng deildarinnar: 10 ár (Viðar Örn Kjartansson 2013) ... átti besta leikmann deildarinnar: 21 ár (Finnur Kolbeinsson 2002) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 20 ár (Ólafur Ingi Skúlason 2003) Fylkismenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Í 3. til 4. sæti í úrslitakeppni C-deildar. Fyrir fjörutíu árum (1983): Féllu úr B-deildinni niður í C-deild. Fyrir þrjátíu árum (1993): Spiluðu í A-deild í annað skipti en féllu. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í 4. sæti í A-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í 7. sæti í A-deildinni. Að lokum ... Nikúlas Val Gunnarsson er í lykilhlutverki hjá Fylki.vísir/hulda margrét Eins og venjulega er leikmannahópur Fylkis að mestu skipaður heimamönnum og Árbæingar eru áfram trúir sinni stefnu, að gefa sínum mönnum tækifæri og treysta á þá. Í hópi Fylkis er ágætis blanda eldri og yngri leikmanna og fínasta reynsla. Það er þó spurning hvort Fylkismenn hefðu ekki þurft að styrkja sig meira og framherjastaðan er stórt spurningarmerki. Benedikt þarf að eiga annað dúndur tímabil í röð og miðjumennirnir að skila mörkum til að Fylkismanni hangi uppi. Fylkismenn eru með nánast sama lið og féll fyrir tveimur árum og Rúnar Páll teflir djarft með því að fara með liðið eins og það er skipað núna inn í mótið. Það er hætt við að það dugi skammt. Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Fylki 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að nýliðarnir falli aftur niður í Lengjudeildina. Eftir vonbrigðatímabilið 2021 þar sem Fylkir féll sneru þeir appelsínugulu bökum saman og unnu Lengjudeildina á sannfærandi hátt í fyrra. Fylkismenn voru með besta lið deildarinnar; unnu flesta leiki (16), töpuðu fæstum (3), skoruðu flest mörk (63) og fengu á sig fæst (23). Árbæinn eignaðist því aftur lið í Bestu deildinni. Rúnar Páll Sigmundsson er að hefja sitt annað heila tímabil sem þjálfari Fylkis.vísir/hulda margrét Takmarkaðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fylkis í vetur. Þeir héldu öllum sínum lykilmönnum og treysta að mestu á leikmennina sem komu liðinu upp og að sama skapi leikmennina sem mynduðu burðarvirkið í liðinu sem féll 2021. Mesti missirinn hjá Fylki er af Mathias Laursen sem var þeirra markahæsti maður í fyrra og næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar. Hann sleit krossband í hné í vetur og verður ekkert með í sumar. Framlínan virðist veikasti hluti Fylkisliðsins og mikið mun mæða á Benedikt Daríusi Garðarssyni og Pétri Bjarnasyni en hvorugur þeirra hefur leikið í efstu deild áður. Fylkir býr svo vel að vera með einn reyndasta þjálfara landsins, Rúnar Pál Sigmundsson, í brúnni og hann sættir sig ekki við neina meðalmennsku. En líklega verður hlutskipti Árbæinga í sumar að berjast fyrir tilverurétti sínum í Bestu deildinni. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti (1. sæti) og þeim var spáð í spá fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl og maí: 58 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 12) Júní: 58 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 12) Júlí: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (15 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 9) - Besti dagur: 27. ágúst Fylkismenn tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 5-1 sigri á Gróttu í Árbænum. Versti dagur: 16. júní Fylkismenn voru aðeins í fimmta sæti eftir að hafa tapað á sjálfsmarki á heimavelli á móti HK í sjöundu umferð. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti í B-deild (51 stig) Sóknarleikur: 1. sæti í B-deild (63 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti í B-deild (23 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti í B-deild (28 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti í B-deild (23 stig) Flestir sigurleikir í röð: 12 (5. júlí til 10. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Þrisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Mathias Laursen 15 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Nikulás Val Gunnarsson 7 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Ólafur Kristófer Helgason (f. 2002): Ungur markvörður sem fékk smjörþefinn af efstu deild þegar Fylkir féll árið 2021. Var frábær á síðustu leiktíð og er að því virðist orðinn fastamaður í hóp U-21 árs landsliðsins. Ætti að mæta fullur sjálfstrausts til leiks í ár og því þurfa Árbæringar á að halda. Ásgeir Eyþórsson (f. 1993): Herra Fylkir. Hefur spilað 279 KSÍ leiki, alla fyrir Fylki, og mun brjóta 300 leikja múrinn í sumar ef allt er eðlilegt. Verður á sínum stað í hjarta varnarinnar og nú reynir á. Hefur gefið út að hann eigi sér háleit markmið og hann vilji ná þeim í Árbænum. Fyrsta markmiðið hlýtur að vera sæti í deildinni sumarið 2024. Benedikt Daríus Garðarsson (f. 1999): Framherji með rosalegt markanef. Raðaði inn mörkum fyrir Elliða í 3. deildinni sumarið 2021 og Fylki í Lengjudeildinni sumarið 2022. Menn hafa áður týnt markaskónum þegar komið er í efstu deild en eftir að Laursen meiddist er ljóst að Benedikt Daríus þarf að vera upp á sitt besta ætli liðið halda sæti sínu. Engin pressa. Ólafur Kristófer Helgason, Ásgeir Eyþórsson og Benedikt Daríus Garðarsson þurfa að standa fyrir sínu í sumar.vísir/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti Fylkismenn hafa nánast ekkert misst frá síðustu leiktíð en það má einnig alveg efast um að þeir hafi styrkt sig nægilega mikið fyrir átökin í Bestu deildinni. Rúnar Páll sótti tvo fyrrverandi lærisveina sína frá Stjörnunni. Elís Rafn Björnsson er fjölhæfur leikmaður, mættur aftur í Árbæinn eftir fjögurra ára fjarveru, og Ólafur Karl Finsen getur vissulega verið frábær fram á við en hefur bara byrjað fimm deildarleiki á síðustu tveimur árum. Mestu munar sennilega fyrir Fylki að hafa tryggt það að Emil Ásmundsson yrði áfram hjá félaginu eftir að hafa snúið heim í Árbæinn að láni frá KR í fyrra. Félagið hefur einnig fengið spennandi sóknarmann að vestan, Pétur Bjarnason, sem skorað hefur 21 mark í 76 leikjum fyrir Vestra í næstefstu deild. Valgeir Árni Svansson kom til félagsins frá Noregi þar sem hann spilaði með Hönefoss í D-deildinni í eitt ár, eftir að hafa verið hjá Aftureldingu, en hann getur leyst stöðu kantmanns og bakvarðar. Jón Ívan Rivine er svo mættur til að veita Ólafi samkeppni um markvarðarstöðuna eftir góða frammistöðu með Gróttu í fyrra. Fylkir missti einn sinn þekktasta þjón í gegnum árin þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson fór til ÍR en hann var í litlu hlutverki á síðustu leiktíð. Hversu langt er síðan að Fylkir .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: 21 ár (2002) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2009) ... féll úr deildinni: 2 ár (2021) ... átti markakóng deildarinnar: 10 ár (Viðar Örn Kjartansson 2013) ... átti besta leikmann deildarinnar: 21 ár (Finnur Kolbeinsson 2002) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 20 ár (Ólafur Ingi Skúlason 2003) Fylkismenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Í 3. til 4. sæti í úrslitakeppni C-deildar. Fyrir fjörutíu árum (1983): Féllu úr B-deildinni niður í C-deild. Fyrir þrjátíu árum (1993): Spiluðu í A-deild í annað skipti en féllu. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í 4. sæti í A-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í 7. sæti í A-deildinni. Að lokum ... Nikúlas Val Gunnarsson er í lykilhlutverki hjá Fylki.vísir/hulda margrét Eins og venjulega er leikmannahópur Fylkis að mestu skipaður heimamönnum og Árbæingar eru áfram trúir sinni stefnu, að gefa sínum mönnum tækifæri og treysta á þá. Í hópi Fylkis er ágætis blanda eldri og yngri leikmanna og fínasta reynsla. Það er þó spurning hvort Fylkismenn hefðu ekki þurft að styrkja sig meira og framherjastaðan er stórt spurningarmerki. Benedikt þarf að eiga annað dúndur tímabil í röð og miðjumennirnir að skila mörkum til að Fylkismanni hangi uppi. Fylkismenn eru með nánast sama lið og féll fyrir tveimur árum og Rúnar Páll teflir djarft með því að fara með liðið eins og það er skipað núna inn í mótið. Það er hætt við að það dugi skammt.
Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti (1. sæti) og þeim var spáð í spá fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl og maí: 58 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 12) Júní: 58 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 12) Júlí: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) Ágúst: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (15 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 9) - Besti dagur: 27. ágúst Fylkismenn tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 5-1 sigri á Gróttu í Árbænum. Versti dagur: 16. júní Fylkismenn voru aðeins í fimmta sæti eftir að hafa tapað á sjálfsmarki á heimavelli á móti HK í sjöundu umferð. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti í B-deild (51 stig) Sóknarleikur: 1. sæti í B-deild (63 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti í B-deild (23 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti í B-deild (28 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti í B-deild (23 stig) Flestir sigurleikir í röð: 12 (5. júlí til 10. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Þrisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Mathias Laursen 15 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Nikulás Val Gunnarsson 7
Hversu langt er síðan að Fylkir .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: 21 ár (2002) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2009) ... féll úr deildinni: 2 ár (2021) ... átti markakóng deildarinnar: 10 ár (Viðar Örn Kjartansson 2013) ... átti besta leikmann deildarinnar: 21 ár (Finnur Kolbeinsson 2002) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 20 ár (Ólafur Ingi Skúlason 2003)
Fylkismenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Í 3. til 4. sæti í úrslitakeppni C-deildar. Fyrir fjörutíu árum (1983): Féllu úr B-deildinni niður í C-deild. Fyrir þrjátíu árum (1993): Spiluðu í A-deild í annað skipti en féllu. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í 4. sæti í A-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í 7. sæti í A-deildinni.
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti