Sport

Gunnar mættur í dagvinnuna og sér fyrir titil­bar­daga í nánustu fram­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar stoppaði stutt við í Lundúnum.
Gunnar stoppaði stutt við í Lundúnum. Visir/Sigurjón Guðni

Gunnar Nelson segir að mögulega sé stutt í titilbardaga hjá honum í UFC og töluverðir möguleikar séu í boði í hans þyngdarflokki.

Gunnar Nelson sneri aftur í bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með mótherja sinn, Bryan Barberena, og kláraði bardagann strax í 1. lotu. Gunnar staldraði ekki lengi við eftir bardaga en hann var mættur í „dagvinnu“ sína strax í dag, mánudag.

„Ég meina, lífið heldur bara áfram. Þetta er það sem maður þekkir, þetta er mín rútína og maður vill bara komast aftur í hana,“ sagði Gunnar í viðtali sem birtist fyrst í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég heyrði mjög skýrt í horninu mínu, svo var helvíti heppilegt að ég var á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara þegar hann sagði „Gunni 20 sekúndur eftir, shots and armbar.“ Það var smá eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var bara nákvæmlega það sem gerðist, í þeirri röð.“

Frammistaða Gunnars var valin frammistaða kvöldsins af UFC. Gefur það Gunnari auka 50 þúsund Bandaríkjadali eða um sjö milljónir íslenskra króna. Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.

„Ég myndi halda að annar svona sigur á móti sterkum andstæðingi og rétta hæpið þá gæti það verið nóg.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×