Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi? Kristín Linda Árnadóttir og Benedikt Gíslason skrifa 21. mars 2023 07:31 Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu að vera leiðandi í endurnýjanlegri orkuvinnslu og hér liggja fjölmörg tækifæri til tækniþróunar og nýsköpunar sem styðja við kolefnishlutleysi. Landsvirkjun var fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa hér á landi árið 2018 og hefur öll fjármögnun fyrirtækisins síðan þá verið græn og/eða sjálfbærnitengd. Þá hefur Arion banki gefið út græna fjármálaumgjörð þar sem græn verkefni eru skilgreind og er hún lykillinn að fjármögnun bankans á grænum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Græn fjármögnun er góð leið til að styðja verkefni sem stuðla að hagkvæmri orkunotkun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða eru til þess fallin að koma á nauðsynlegum breytingum sem leiða til þess að markmið um kolefnishlutlaust hagkerfi nái fram að ganga. Samræmt flokkunarkerfi Með tilkomu nýrrar flokkunarreglugerðar Evrópusambandins er verið að innleiða samræmt flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra fjármögnun. Tilgangur hennar er að auðvelda greiningu á sjálfbærri atvinnustarfsemi, draga úr grænþvotti og almennt auðvelda fjármálastofnunum að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar atvinnustarfsemi. Flokkunarreglugerðin byggir á sex umhverfismarkmiðum. Þau eru mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær nýting og verndun vatns og sjávarauðlinda, umbreyting í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Til að teljast græn þarf starfsemi að styðja að verulegu leyti við a.m.k. eitt af þessum sex umhverfismarkmiðum og ekki valda umtalsverðum skaða þegar kemur að hinum. Að auki eru lágmarkskröfur um stjórnunarhætti og mannréttindi. Með nýrri reglugerð er umgjörðin fyrir sjálfbær verkefni að skýrast. Þar sem endurnýjanleg orkuvinnsla er forsenda þess að kolefnishlutleysi náist þá er ljóst að afleidd verkefni, nýsköpun og tækniþróun sem falla undir viðmið flokkunarreglugerðarinnar geta fengið græna fjármögnun. Það er mikilvægt að við stuðlum öll að grænu hagkerfi, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og nýtum okkur þau til að ná árangri. Fjárhagslegir hvatar felast í að þróa, styðja við og innleiða nýjar lausnir og ferla sem stuðla að kolefnishlutleysi. Við þurfum að vanda vel til verka með samstilltu átaki og samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda. Tækifærin í breyttum heimi og kolefnishlutleysi eru mörg en það er okkar að grípa þau. Græn fjármögnun og tækifærin í kolefnishlutleysi eru meðal þess sem verður til umræðu á ársfundi Grænvangs sem haldinn verður í Grósku í dag kl. 13. Öll eru velkomin á fundinn. Skráning fer fram hér. Benedikt er bankastjóri Arion banka og Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Evrópusambandið Nýsköpun Umhverfismál Landsvirkjun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Íslendingar eru í þeirri góðu stöðu að vera leiðandi í endurnýjanlegri orkuvinnslu og hér liggja fjölmörg tækifæri til tækniþróunar og nýsköpunar sem styðja við kolefnishlutleysi. Landsvirkjun var fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa hér á landi árið 2018 og hefur öll fjármögnun fyrirtækisins síðan þá verið græn og/eða sjálfbærnitengd. Þá hefur Arion banki gefið út græna fjármálaumgjörð þar sem græn verkefni eru skilgreind og er hún lykillinn að fjármögnun bankans á grænum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Græn fjármögnun er góð leið til að styðja verkefni sem stuðla að hagkvæmri orkunotkun, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða eru til þess fallin að koma á nauðsynlegum breytingum sem leiða til þess að markmið um kolefnishlutlaust hagkerfi nái fram að ganga. Samræmt flokkunarkerfi Með tilkomu nýrrar flokkunarreglugerðar Evrópusambandins er verið að innleiða samræmt flokkunarkerfi fyrir sjálfbæra fjármögnun. Tilgangur hennar er að auðvelda greiningu á sjálfbærri atvinnustarfsemi, draga úr grænþvotti og almennt auðvelda fjármálastofnunum að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar atvinnustarfsemi. Flokkunarreglugerðin byggir á sex umhverfismarkmiðum. Þau eru mildun loftslagsbreytinga, aðlögun að loftslagsbreytingum, sjálfbær nýting og verndun vatns og sjávarauðlinda, umbreyting í hringrásarhagkerfi, mengunarvarnir og eftirlit með mengun og verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Til að teljast græn þarf starfsemi að styðja að verulegu leyti við a.m.k. eitt af þessum sex umhverfismarkmiðum og ekki valda umtalsverðum skaða þegar kemur að hinum. Að auki eru lágmarkskröfur um stjórnunarhætti og mannréttindi. Með nýrri reglugerð er umgjörðin fyrir sjálfbær verkefni að skýrast. Þar sem endurnýjanleg orkuvinnsla er forsenda þess að kolefnishlutleysi náist þá er ljóst að afleidd verkefni, nýsköpun og tækniþróun sem falla undir viðmið flokkunarreglugerðarinnar geta fengið græna fjármögnun. Það er mikilvægt að við stuðlum öll að grænu hagkerfi, fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og nýtum okkur þau til að ná árangri. Fjárhagslegir hvatar felast í að þróa, styðja við og innleiða nýjar lausnir og ferla sem stuðla að kolefnishlutleysi. Við þurfum að vanda vel til verka með samstilltu átaki og samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda. Tækifærin í breyttum heimi og kolefnishlutleysi eru mörg en það er okkar að grípa þau. Græn fjármögnun og tækifærin í kolefnishlutleysi eru meðal þess sem verður til umræðu á ársfundi Grænvangs sem haldinn verður í Grósku í dag kl. 13. Öll eru velkomin á fundinn. Skráning fer fram hér. Benedikt er bankastjóri Arion banka og Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar