Forsetinn segir nauðsynlegt að komast að því hvaðan veiran kom og skoða möguleg tengsl faraldursins við Wuhan Institute of Virology, þar sem umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á kórónuveirum í leðurblökum.
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að rannsóknir á uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem SARS-CoV-2 veldur, séu enn yfirstandandi en gera eigi eins mikið af upplýsingum opinberar og mögulegt er án þess að stofna þjóðaröryggi í hættu.
Stjórnvöld í Kína hafa harðneitað því að rekja megi uppruna kórónuveirufaraldursins til rannsóknarstofunnar í Wuhan, þar sem faraldurinn hófst. Bandaríska þingið vill hins vegar rannsaka þann möguleika frekar.
Hinar ýmsu stofnanir Bandaríkjanna hafa rannsakað málið en ekki komist að sömu niðurstöðu.
Sjö milljónir manna eru taldar hafa látið lífið af völdum Covid-19, þar á meðal milljón Bandaríkjamanna.