Vistmorð: brýnt tímaspursmál Andrés Ingi Jónsson skrifar 21. mars 2023 08:32 Eitt allra mikilvægasta verkefni stjórnmálanna og samfélagsins alls er að ná viðsnúningi í umgengni mannfólks við náttúruna. Loftslagsvandinn er ein birtingarmynd – og sú sem hefur einna helst verið rædd undanfarin ár – en það er mikilvægt að líta ekki framhjá hinum stóru hnattrænu vandamálunum; útdauða tegunda og mengun. Þessa þrenns konar vá – afleiðingu ofnýtingar á auðlindum og ósjálfbærra framleiðsluhátta – hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent á sem samofinn vanda sem hefur gríðarleg áhrif á mannkyn allt. En á sama tíma og við glímum við þessi gríðarstóru vandamál sem teygja sig yfir heiminn allan, þá megum við ekki gleyma því að þau eiga sér öll rætur í ótal smærri ákvörðunum um staðbundin verkefni. Þau verkefni, þótt smærri séu, hafa oft gríðarlega mikil og neikvæð umhverfisáhrif hvert um sig – en vegna þess að þau safnast þegar saman kemur þá náum við aldrei tökum á hnattræna vandanum með því að snúa við einu og einu olíuskipi. Við verðum að snúa við þúsundum þeirra. Oft og tíðum stangast þessi mengandi starfsemi á við rétt fólks til heilnæms og öruggs umhverfis. Enda er sá réttur langt í frá að vera sjálfgefinn, rétt eins og önnur réttindi, sérstaklega þegar þau kunna að rekast á kröfu alþjóðlegra stórfyrirtækja til ofurgróða, þótt krafan sé gerð á kostnað náttúru og samfélags. Það er hér sem hugmyndin um vistmorð kemur inn sem eitt af þeim verkfærum sem getur orðið okkur að liði í baráttunni fyrir framtíð Jarðarinnar. Vistmorð snýst um ábyrgð Víðtæk umhverfisspjöll eiga sér stað um allan heim og enn er staðan sú að víða eru þau með öllu refsilaus. Fyrir því eru ýmsar ástæður, til dæmis vegna þess að löggjöf er veik eða óljós, eða vegna þess að aðilarnir sem menga ná að flýja lögsögu þeirra stjórnvalda sem gætu sótt hina ábyrgu til saka. Þetta hefur verið staðan áratugum saman – allt undir fölskum formerkjum efnahagslegra framfara – en þetta refsileysi er ein helsta ástæða þess að umhverfisspjöllunum linnir ekki. Með því að viðurkenna vistmorð sem brot á alþjóðalögum er hægt að takast á við refsileysið. Með því að gera einstaklinga í valdastöðum ábyrga fyrir ákvörðunum sem þeir taka, þar sem afleiðingarnar eru veruleg umhverfisspjöll, þá ýtum við þessum aðilum einfaldlega í áttina að betri ákvörðunum – hvort sem er á sviði ríkisstjórna eða risafyrirtækja. Með því að tryggja réttarstöðu náttúrunnar auðveldum við fólki að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar allra. Fræið hefur fest rætur víða um heim… Hugmyndin er ekki ný af nálinni – sennilega var Olof Palme fyrstur til að ræða mikilvægi þess að gera vistmorð refsivert fyrir hálfri öld síðan. En á undanförnum áratug hefur þessi hugmynd fengið byr undir báða vængi. Nú er svo komið að lögfesting vistmorðs er til umræðu í fjölda ríkja – til dæmis má nefna að Belgía hefur samþykkt þingsályktun og hefur stigið skrefið áfram og er við það að samþykkja frumvarp um að skilgreina vistmorð sem glæp. Þá er mikil undiralda byrjuð að bærast innan Evrópusambandsins í tengslum við vinnu við nýja tilskipun um umhverfisglæpi – en þar hafa fjórar af fimm fastanefndum sem að málinu koma lagt til að vistmorð sé hluti af því sem tilskipunin þarf að ná utan um. … og fær vonandi að blómstra á Íslandi Hér heima má svo vonandi sömuleiðis vænta góðra verka. Á síðasta ári vísaði Alþingi til ríkisstjórnar þingsályktunartillögu minni um að Ísland viðurkenndi vistmorð sem glæp og beitti sér fyrir því að það verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum. Nýverið spurði ég forsætisráðherra um afdrif þingsályktunartillögunnar og hvort stjórnvöld hefðu hafist handa og gripið til aðgerða. Það gladdi mig því þegar forsætisráðherra lýsti því yfir að hún teldi það bara vera tímaspursmál að vistmorð yrði að stóra málinu á vettvangi mannréttindamála og fullvissaði mig um að vinna við útfærsluna væri hafin. Verkefnið væri í höndum utanríkisráðherra. Það er sannarlega fagnaðarefni að verkefnið sé hafið – en það er mikilvægt að við höfum hraðann á. Það ætti vel að vera hægt að taka málið miklu lengra án þess að greina allt í ræmur – og við gætum misst af lestinni ef við tökum ekki af skarið. Ísland getur skipað sér í forystu ríkja sem berjast fyrir grænni og sjálfbærri framtíð. Sóknarfærin framundan eru enda gríðarleg; fomennska í norrænu ráðherranefndinni, formennska í Evrópuráðinu og leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík, þar sem stendur m.a. til að ræða rétt fólks til heilnæms umhverfis og náttúru. Evrópuráðsþingið hefur einmitt nefnt vistmorð sérstaklega sem mikilvægt verkfæri í þeirri vegferð. Í upphafi skyldi endinn skoða Allt lítur út fyrir að viðurkenning vistmorðs sem alþjóðlegs glæps sé nánast óumflýjanleg þróun. Hamfarahlýnun hefur skapað neyðarástand sem mannkyn um allan heim verður að bregðast við á áhrifaríkan hátt, og hugtakið um vistmorð mun koma til með að leika mikilvægt hlutverk í verkfærakistunni sem lýðræðissamfélög þurfa að útbúa sér. Ísland gæti skipað sér fremst í fylkingu grænna þjóðríkja og sýnt lífsnauðsynlegt fordæmi með því að leiða umræðuna um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað – sem gæti orðið til þess að fleiri þjóðir gangi í lið með okkur til að tryggja að hægt sé að gera hin valdamiklu ábyrg fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vonandi getum við sammælst um að yfirstíga flokkslínur í umhverfismálum til framtíðar og reynt að ná þverpólitískri sátt um loftslagsmálin – því raunveruleikinn sem við okkur blasir spyr ekki um pólitík: ekki aðeins nútíðin, heldur framtíðin sömuleiðis, er í húfi. Ráðamönnum heimsins ber skylda til að standa vörð um náttúruna. Fyrir náttúruna sjálfa og fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
Eitt allra mikilvægasta verkefni stjórnmálanna og samfélagsins alls er að ná viðsnúningi í umgengni mannfólks við náttúruna. Loftslagsvandinn er ein birtingarmynd – og sú sem hefur einna helst verið rædd undanfarin ár – en það er mikilvægt að líta ekki framhjá hinum stóru hnattrænu vandamálunum; útdauða tegunda og mengun. Þessa þrenns konar vá – afleiðingu ofnýtingar á auðlindum og ósjálfbærra framleiðsluhátta – hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent á sem samofinn vanda sem hefur gríðarleg áhrif á mannkyn allt. En á sama tíma og við glímum við þessi gríðarstóru vandamál sem teygja sig yfir heiminn allan, þá megum við ekki gleyma því að þau eiga sér öll rætur í ótal smærri ákvörðunum um staðbundin verkefni. Þau verkefni, þótt smærri séu, hafa oft gríðarlega mikil og neikvæð umhverfisáhrif hvert um sig – en vegna þess að þau safnast þegar saman kemur þá náum við aldrei tökum á hnattræna vandanum með því að snúa við einu og einu olíuskipi. Við verðum að snúa við þúsundum þeirra. Oft og tíðum stangast þessi mengandi starfsemi á við rétt fólks til heilnæms og öruggs umhverfis. Enda er sá réttur langt í frá að vera sjálfgefinn, rétt eins og önnur réttindi, sérstaklega þegar þau kunna að rekast á kröfu alþjóðlegra stórfyrirtækja til ofurgróða, þótt krafan sé gerð á kostnað náttúru og samfélags. Það er hér sem hugmyndin um vistmorð kemur inn sem eitt af þeim verkfærum sem getur orðið okkur að liði í baráttunni fyrir framtíð Jarðarinnar. Vistmorð snýst um ábyrgð Víðtæk umhverfisspjöll eiga sér stað um allan heim og enn er staðan sú að víða eru þau með öllu refsilaus. Fyrir því eru ýmsar ástæður, til dæmis vegna þess að löggjöf er veik eða óljós, eða vegna þess að aðilarnir sem menga ná að flýja lögsögu þeirra stjórnvalda sem gætu sótt hina ábyrgu til saka. Þetta hefur verið staðan áratugum saman – allt undir fölskum formerkjum efnahagslegra framfara – en þetta refsileysi er ein helsta ástæða þess að umhverfisspjöllunum linnir ekki. Með því að viðurkenna vistmorð sem brot á alþjóðalögum er hægt að takast á við refsileysið. Með því að gera einstaklinga í valdastöðum ábyrga fyrir ákvörðunum sem þeir taka, þar sem afleiðingarnar eru veruleg umhverfisspjöll, þá ýtum við þessum aðilum einfaldlega í áttina að betri ákvörðunum – hvort sem er á sviði ríkisstjórna eða risafyrirtækja. Með því að tryggja réttarstöðu náttúrunnar auðveldum við fólki að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar allra. Fræið hefur fest rætur víða um heim… Hugmyndin er ekki ný af nálinni – sennilega var Olof Palme fyrstur til að ræða mikilvægi þess að gera vistmorð refsivert fyrir hálfri öld síðan. En á undanförnum áratug hefur þessi hugmynd fengið byr undir báða vængi. Nú er svo komið að lögfesting vistmorðs er til umræðu í fjölda ríkja – til dæmis má nefna að Belgía hefur samþykkt þingsályktun og hefur stigið skrefið áfram og er við það að samþykkja frumvarp um að skilgreina vistmorð sem glæp. Þá er mikil undiralda byrjuð að bærast innan Evrópusambandsins í tengslum við vinnu við nýja tilskipun um umhverfisglæpi – en þar hafa fjórar af fimm fastanefndum sem að málinu koma lagt til að vistmorð sé hluti af því sem tilskipunin þarf að ná utan um. … og fær vonandi að blómstra á Íslandi Hér heima má svo vonandi sömuleiðis vænta góðra verka. Á síðasta ári vísaði Alþingi til ríkisstjórnar þingsályktunartillögu minni um að Ísland viðurkenndi vistmorð sem glæp og beitti sér fyrir því að það verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum. Nýverið spurði ég forsætisráðherra um afdrif þingsályktunartillögunnar og hvort stjórnvöld hefðu hafist handa og gripið til aðgerða. Það gladdi mig því þegar forsætisráðherra lýsti því yfir að hún teldi það bara vera tímaspursmál að vistmorð yrði að stóra málinu á vettvangi mannréttindamála og fullvissaði mig um að vinna við útfærsluna væri hafin. Verkefnið væri í höndum utanríkisráðherra. Það er sannarlega fagnaðarefni að verkefnið sé hafið – en það er mikilvægt að við höfum hraðann á. Það ætti vel að vera hægt að taka málið miklu lengra án þess að greina allt í ræmur – og við gætum misst af lestinni ef við tökum ekki af skarið. Ísland getur skipað sér í forystu ríkja sem berjast fyrir grænni og sjálfbærri framtíð. Sóknarfærin framundan eru enda gríðarleg; fomennska í norrænu ráðherranefndinni, formennska í Evrópuráðinu og leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík, þar sem stendur m.a. til að ræða rétt fólks til heilnæms umhverfis og náttúru. Evrópuráðsþingið hefur einmitt nefnt vistmorð sérstaklega sem mikilvægt verkfæri í þeirri vegferð. Í upphafi skyldi endinn skoða Allt lítur út fyrir að viðurkenning vistmorðs sem alþjóðlegs glæps sé nánast óumflýjanleg þróun. Hamfarahlýnun hefur skapað neyðarástand sem mannkyn um allan heim verður að bregðast við á áhrifaríkan hátt, og hugtakið um vistmorð mun koma til með að leika mikilvægt hlutverk í verkfærakistunni sem lýðræðissamfélög þurfa að útbúa sér. Ísland gæti skipað sér fremst í fylkingu grænna þjóðríkja og sýnt lífsnauðsynlegt fordæmi með því að leiða umræðuna um þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað – sem gæti orðið til þess að fleiri þjóðir gangi í lið með okkur til að tryggja að hægt sé að gera hin valdamiklu ábyrg fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vonandi getum við sammælst um að yfirstíga flokkslínur í umhverfismálum til framtíðar og reynt að ná þverpólitískri sátt um loftslagsmálin – því raunveruleikinn sem við okkur blasir spyr ekki um pólitík: ekki aðeins nútíðin, heldur framtíðin sömuleiðis, er í húfi. Ráðamönnum heimsins ber skylda til að standa vörð um náttúruna. Fyrir náttúruna sjálfa og fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun