Baldur Sig sá mikinn mun á fjármagni, leikmannaveltu og leikstíl félaganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 11:01 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari nýliða Fylkis, á skrifstofu sinni í Árbænum. S2 Sport Baldur Sigurðsson hefur nú heimsótt tvö lið í þáttaröðinni „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 Sport fram að Íslandsmótinu. Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga
Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira