Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2023 12:57 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. segir að Kína og Rússland eigi margra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vísir/Vilhelm Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52