Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 19:52 Sósíalistar gagnrýna Pírata fyrir afstöðu þeirra gegn fyrirhuguðu auknu eftirlitsmyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. Fyrir um tveimur vikum samþykkti Borgarráð samkomulag um fjölgun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur aðallega vegna væntanlegs leiðtogafundar í Hörpu í maí. Sósíalistar voru einir á móti samkomulaginu en þeir hafa gagnrýnt samþykki Pírata og gefið í skyn að það samþykki kunni að hafa verið veitt fyrir mistök. Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata segir engin mistök hafa verið gerð. „Það tel ég ekki vera. Það var ekkert samkomulag komið á fyrr en í dag og lokaniðurstöðunni fögnum við. Ég held að Sósíalistar ættu bara að skoða hið uppfærða samkomulag og fagna því, því það gerum við.“ Við afgreiðslu tillögunnar sat Magnús hjá en tveir borgarfulltrúar Pírata greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppfært samkomulag sem Magnús vísar til var á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag. Það býður upp á árlega endurskoðun eða eftir atvikum uppsögn á samkomulaginu. Eldra samkomulag var óuppsegjanlegt til fimm ára. Þá verður ráðist strax í umfangsmikla greiningu á umgjörð myndavélakerfisins í borginni og verður þeirri vinnu lokið ekki síður en 1. nóvember. Sjálfur telur Magnús að eftirlitsmyndavélar séu af hinu góða. „Umgjörðin í kringum myndavélarnar þarf hins vegar að vera í lagi. Það þarf að liggja fyrir að umgjörðin sé ekki með þeim hætti að það sé verið að brjóta á mannréttindum borgaranna. Það þarf að fara fram greining á því hvort umgjörðin sé í samræmi við mannréttindasáttmála Reykjavíkurborgar, persónuverndarstjónarmið og þarfagreiningu.“ „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins undrast mjög þessa afstöðu Pírata. „Hún kemur mér mjög á óvart. Eftir að hafa heyrt í þeirra stefnu, þeir hafa þeir talað gegn svona vöktun og þessu eftirlitssamfélagi, svo að mér finnst þetta mjög sérkennilegt.“ Sanna telur að frekari umræða um málið sé nauðsynlegt og að tryggja þurfi að ekki sé brotið á friðhelgi einkalífs fólks með öryggismyndavélum. „Ég hef verið að kafa ofan i þetta og þær [myndavélarnar] eru mjög margar, það kemur manni á óvart hvað þær eru margar. Ég tel að við eigum frekar að kafa ofan í rót vandans til að tryggja öryggi í borginni, að við þurfum þá að skoða allskonar þætti sem ýta undir eða minnka i rauninni öryggi í borgarumhverfinu frekar en að vera með einhvernveginn svona vakt. Þetta eftirlitssamfélag er ekki að fara tryggja að við búum í öruggu samfélagi eða upplifum að við búum í öruggu samfélagi.“ Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista tjáði sig um málið í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann það að „flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fyrir um tveimur vikum samþykkti Borgarráð samkomulag um fjölgun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur aðallega vegna væntanlegs leiðtogafundar í Hörpu í maí. Sósíalistar voru einir á móti samkomulaginu en þeir hafa gagnrýnt samþykki Pírata og gefið í skyn að það samþykki kunni að hafa verið veitt fyrir mistök. Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata segir engin mistök hafa verið gerð. „Það tel ég ekki vera. Það var ekkert samkomulag komið á fyrr en í dag og lokaniðurstöðunni fögnum við. Ég held að Sósíalistar ættu bara að skoða hið uppfærða samkomulag og fagna því, því það gerum við.“ Við afgreiðslu tillögunnar sat Magnús hjá en tveir borgarfulltrúar Pírata greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppfært samkomulag sem Magnús vísar til var á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag. Það býður upp á árlega endurskoðun eða eftir atvikum uppsögn á samkomulaginu. Eldra samkomulag var óuppsegjanlegt til fimm ára. Þá verður ráðist strax í umfangsmikla greiningu á umgjörð myndavélakerfisins í borginni og verður þeirri vinnu lokið ekki síður en 1. nóvember. Sjálfur telur Magnús að eftirlitsmyndavélar séu af hinu góða. „Umgjörðin í kringum myndavélarnar þarf hins vegar að vera í lagi. Það þarf að liggja fyrir að umgjörðin sé ekki með þeim hætti að það sé verið að brjóta á mannréttindum borgaranna. Það þarf að fara fram greining á því hvort umgjörðin sé í samræmi við mannréttindasáttmála Reykjavíkurborgar, persónuverndarstjónarmið og þarfagreiningu.“ „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins undrast mjög þessa afstöðu Pírata. „Hún kemur mér mjög á óvart. Eftir að hafa heyrt í þeirra stefnu, þeir hafa þeir talað gegn svona vöktun og þessu eftirlitssamfélagi, svo að mér finnst þetta mjög sérkennilegt.“ Sanna telur að frekari umræða um málið sé nauðsynlegt og að tryggja þurfi að ekki sé brotið á friðhelgi einkalífs fólks með öryggismyndavélum. „Ég hef verið að kafa ofan i þetta og þær [myndavélarnar] eru mjög margar, það kemur manni á óvart hvað þær eru margar. Ég tel að við eigum frekar að kafa ofan í rót vandans til að tryggja öryggi í borginni, að við þurfum þá að skoða allskonar þætti sem ýta undir eða minnka i rauninni öryggi í borgarumhverfinu frekar en að vera með einhvernveginn svona vakt. Þetta eftirlitssamfélag er ekki að fara tryggja að við búum í öruggu samfélagi eða upplifum að við búum í öruggu samfélagi.“ Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista tjáði sig um málið í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann það að „flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49