1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. mars 2023 19:21 Í febrúar 2023 biðu 1157 börn eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og höfðu þau öll beðið lengur en þrjá mánuði. Meðalbiðtími var 12-14 mánuðir og bið eftir einhverfugreiningu 22 -24 mánuðir að meðaltali. Vísir/Vilhelm Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. Umboðsmaður barna kallar reglulega eftir upplýsingum um fjölda barna sem bíða eftir þjónustu hjá ýmsum aðilum til að gefa raunhæfa mynd af stöðunni hverju sinni. Upplýsingum var fyrst safnað í árslok 2021 og eru þær birtar nú í þriðja sinn. Í febrúar 2023 biðu 1157 börn eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og höfðu þau öll beðið lengur en þrjá mánuði. Meðalbiðtími var 12-14 mánuðir og bið eftir einhverfugreiningu 22 -24 mánuðir að meðaltali. (Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga.) 17 mánaða bið í Heilsuskólann Samtals biðu 420 börn eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð í febrúar 2023. Af þeim eru 283 börn á aldrinum 0-6 ára og 137 börn 6-18 ára. Þá hafa 326 börn beðið lengur en þrjá mánuði en meðalbiðtími eru 15-16,8 mánuðir og er það sambærilegur tími og í ágúst 2022. Fleiri mál, þar sem börn eiga í hlut, bíða sáttameðferðar hjá sýslumönnum og voru þau 58 í febrúar 2023 en 6 í september 2022. Jafnframt bíða 547 börn eftir að komast til sálfræðings hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 353 börn hafa beðið lengur en 3 mánuði. Þá bíða 104 börn eftir þjónustu Heilsuskólans en meðalbiðtími þar eru 17 mánuðir og hafa 80 börn beðið lengur en 3 mánuði. Þegar bornar eru saman tölur frá síðustu upplýsingaöflun má sjá að meðalbiðtími eftir þjónustu hjá göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna og unglingageðdeildar LSH hefur styst, 116 börn biðu eftir þjónustu BUGL í febrúar 2023. Vonast eftir aðgerðum Að mati umboðsmanns barna er áríðandi að hægt verði að nálgast upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu talmeinafræðinga með reglubundnum hætti. Hingað til hefur það ekki verið hægt þar sem biðlistar og kerfi eru ekki samræmd og hvergi er haldið utan um þessar upplýsingar. Sjúkratryggingar Íslands gerðu úttekt á stöðu barna sem bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga í desember 2021 að beiðni heilbrigðisráðuneytisins. Þessar upplýsingar voru birtar með göngum um bið eftir þjónustu síðasta haust. Þar kemur fram að 3.701 barn hafi verið skráð á biðlista hjá talmeinafræðingum í desember 2021. Þar af voru 947 börn skráð á fleiri en einum stað. Flest börn á biðlistum höfðu beðið í 0 – 6 mánuði (eða um 30 prósent) en um 11 prósent höfðu beðið lengur en 2 ár. Engar haldbærar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þróunin hefur verið frá árinu 2021. Vonast er að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta Börn og uppeldi Réttindi barna Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Umboðsmaður barna kallar reglulega eftir upplýsingum um fjölda barna sem bíða eftir þjónustu hjá ýmsum aðilum til að gefa raunhæfa mynd af stöðunni hverju sinni. Upplýsingum var fyrst safnað í árslok 2021 og eru þær birtar nú í þriðja sinn. Í febrúar 2023 biðu 1157 börn eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og höfðu þau öll beðið lengur en þrjá mánuði. Meðalbiðtími var 12-14 mánuðir og bið eftir einhverfugreiningu 22 -24 mánuðir að meðaltali. (Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga.) 17 mánaða bið í Heilsuskólann Samtals biðu 420 börn eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð í febrúar 2023. Af þeim eru 283 börn á aldrinum 0-6 ára og 137 börn 6-18 ára. Þá hafa 326 börn beðið lengur en þrjá mánuði en meðalbiðtími eru 15-16,8 mánuðir og er það sambærilegur tími og í ágúst 2022. Fleiri mál, þar sem börn eiga í hlut, bíða sáttameðferðar hjá sýslumönnum og voru þau 58 í febrúar 2023 en 6 í september 2022. Jafnframt bíða 547 börn eftir að komast til sálfræðings hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 353 börn hafa beðið lengur en 3 mánuði. Þá bíða 104 börn eftir þjónustu Heilsuskólans en meðalbiðtími þar eru 17 mánuðir og hafa 80 börn beðið lengur en 3 mánuði. Þegar bornar eru saman tölur frá síðustu upplýsingaöflun má sjá að meðalbiðtími eftir þjónustu hjá göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna og unglingageðdeildar LSH hefur styst, 116 börn biðu eftir þjónustu BUGL í febrúar 2023. Vonast eftir aðgerðum Að mati umboðsmanns barna er áríðandi að hægt verði að nálgast upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu talmeinafræðinga með reglubundnum hætti. Hingað til hefur það ekki verið hægt þar sem biðlistar og kerfi eru ekki samræmd og hvergi er haldið utan um þessar upplýsingar. Sjúkratryggingar Íslands gerðu úttekt á stöðu barna sem bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga í desember 2021 að beiðni heilbrigðisráðuneytisins. Þessar upplýsingar voru birtar með göngum um bið eftir þjónustu síðasta haust. Þar kemur fram að 3.701 barn hafi verið skráð á biðlista hjá talmeinafræðingum í desember 2021. Þar af voru 947 börn skráð á fleiri en einum stað. Flest börn á biðlistum höfðu beðið í 0 – 6 mánuði (eða um 30 prósent) en um 11 prósent höfðu beðið lengur en 2 ár. Engar haldbærar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þróunin hefur verið frá árinu 2021. Vonast er að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta
Börn og uppeldi Réttindi barna Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira