Á förum frá Liverpool eftir að hafa leikið aðeins fjórtán mínútur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2023 23:31 Arthur Melo hefur ekki náð að heilla í treyju Liverpool. Enda ekki fengið mörg tækifæri til þess. Lewis Storey/Getty Images Brasilíski knattspyrnumaðurinn Arthur Melo verður ekki áfram í herbúðum Liverpool eftir að lánssamningur hans frá Juventus rennur út í sumar. Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar. Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok. Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello. Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023 Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það. Enski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira
Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar. Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok. Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni. „Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello. Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023 Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það.
Enski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira