Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 08:07 Trump er sagður ætla að setja á svið sirkús ef hann verður handtekinn. AP/Nick Wagner Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður vera spenntur fyrir því að birtast handjárnaður í dómsal ef svo fer að hann verður handtekinn fyrir þátt sinn í því að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels mútur. Þetta hafa erlendir miðlar eftir heimildarmönnum úr innsta hring Trump. Forsetinn fyrrverandi er sagður hyggjast freista þess að snúa mögulegu dómsmáli í sirkús, meðal annars til að höfða til hörðustu stuðningsmanna sinna. Trump sagði um helgina að hann yrði handtekinn á þriðjudag, í gær, og hvatti stuðningsmenn sína til að efna til mótmæla. Viðbúnaður var víða efldur í kjölfarið, meðal annars í New York. Lögmenn Trump eru sagðir hafa biðlað til hans um að halda sig fjarri og birtast fyrir dómara um fjarfundabúnað. Hann ku hins vegar hafa hafnað þessum umleitunum og er meira að segja sagður hafa fagnað þeim möguleika að verða skotinn; það myndi tryggja honum sigur í forsetakosningunum 2024. Samkvæmt New York Times hafa einstaklingar í innsta hring Trump nokkrar áhyggjur af því hvort hann geri sér raunverulega grein fyrir því hversu alvarlegt málið er. Hann virðist einblína á það að ögra yfirvöldum og höfða til stuðningsmanna sinna. Uppátæki Trump, sem hefðu gert út um pólitíska möguleika annarra, hafa oftar en ekki orðið til þess að vekja eldmóð meðal stuðningsmanna hans og auka innstreymið í kosningasjóð viðskiptajöfursins. Nú hefur hann hins vegar misst stuðning meðal hluta Repúblikanaflokksins og óvíst hverju látalætin skila honum, ekki síst meðal óákveðinna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Þetta hafa erlendir miðlar eftir heimildarmönnum úr innsta hring Trump. Forsetinn fyrrverandi er sagður hyggjast freista þess að snúa mögulegu dómsmáli í sirkús, meðal annars til að höfða til hörðustu stuðningsmanna sinna. Trump sagði um helgina að hann yrði handtekinn á þriðjudag, í gær, og hvatti stuðningsmenn sína til að efna til mótmæla. Viðbúnaður var víða efldur í kjölfarið, meðal annars í New York. Lögmenn Trump eru sagðir hafa biðlað til hans um að halda sig fjarri og birtast fyrir dómara um fjarfundabúnað. Hann ku hins vegar hafa hafnað þessum umleitunum og er meira að segja sagður hafa fagnað þeim möguleika að verða skotinn; það myndi tryggja honum sigur í forsetakosningunum 2024. Samkvæmt New York Times hafa einstaklingar í innsta hring Trump nokkrar áhyggjur af því hvort hann geri sér raunverulega grein fyrir því hversu alvarlegt málið er. Hann virðist einblína á það að ögra yfirvöldum og höfða til stuðningsmanna sinna. Uppátæki Trump, sem hefðu gert út um pólitíska möguleika annarra, hafa oftar en ekki orðið til þess að vekja eldmóð meðal stuðningsmanna hans og auka innstreymið í kosningasjóð viðskiptajöfursins. Nú hefur hann hins vegar misst stuðning meðal hluta Repúblikanaflokksins og óvíst hverju látalætin skila honum, ekki síst meðal óákveðinna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira