Samtök ferðaþjónustunnar á villigötum Hilmar J. Malmquist skrifar 22. mars 2023 13:00 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Söfn Seltjarnarnes Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun