Opnar sig um skilnaðinn: „Hef alltaf haldið með honum og mun gera það að eilífu“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. mars 2023 12:15 Tom Brady and Gisele Bundchen sóttu um skilnað á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. Getty/Matt Winkelmeyer Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um skilnaðinn við NFL stjörnuna Tom Brady í nýju forsíðuviðtali tímaritsins Vanity Fair. Þar segir hún sögusagnir um að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að leggja ruðningsskóna ekki á hilluna, eins og hann hafði sagst ætla að gera, vera mikla einföldun. „Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“ Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“
Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33
Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00
„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30