Bentu hvor á annan í máli sem endaði með sjö hundruð milljóna sekt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2023 11:35 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness Vilhelm Gunnarsson Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Þorkel Kristján Guðgeirsson til greiðslu 713 milljón króna sektar fyrir brot í rekstri tveggja félaga í hans eigu. Þorkell taldi sök í máli annars félagsins liggja hjá öðrum starfsmanni, sem vísaði á móti alfarið á Þorkel. Dómur í málinu féll í gær en Þorkell var í desember 2021 ákærður fyrir að meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldslögum í rekstri Smíðalands ehf og starfsmannaleigunnar 2findjob ehf upp á samtals tæplega 260 milljónir króna. Þorkell hefur áður komist í kast við lögin í tengslum við rekstur 2findjob. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin. Fjallað var um Þorkel og starfsmannaleiguna 2findjob í fréttum Stöðvar 2 árið 2021. Fyrir dómi í tengslum við skattalagabrot Smíðalands virðist einkum hafa verið tekist á um hvor bæri ábyrgð á brotunum, Þorkell eða starfsmaður hans. Umræddur starfsmaður var á síðasta ári sakfelldur fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Fram kemur í dómi héraðsdóms að þeim dómi hafi verið áfrýjað til Landsréttar. Sagðist ekkert vit hafa á bókhaldi Þorkell bar vitni fyrir dómi og sagðist ekkert hafa vit á bókhaldi. Hann hafi í raun hvergi komið nærri bókhaldi félagsins, Það hafi allt verið í höndum umrædds starfsmanns sem starfað hafi hjá Smíðalandi frá stofnun félagsins og þangað til reksturinn var kominnn í öngstræti. Umræddur starfsmaður hafi tekið allar ákvarðanir um fjármál félagsins og stýrt því hverjum ætti að greiða og hvað. Starfsmaðurinn hafði aðra sögu að segja. Að sögn hans hafði Þorkell stýrt daglegum rekstri félagsins og fjármálastjórn þess frá A-Ö. Starf hans hafi eingöngu verið verkefnastjórn og að gefa út reikninga, án þess að hafa aðgang að reikningum félagsins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að á einum tímapunkti hafi annar starfsmaður verið ráðinn inn sem verktaki til að koma böndum á fjárhag félagsins. Bar hún vitni um að hún hafi aðeins starfað í um einn mánuð og gengið út þegar „„allt var að fara til fjandans“, bókhaldið ekki í lögmæltu ástandi og ekkert hægt að gera við því eftir á,“ eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Óáreiðanlegur framburður bókarans Bar hún vitni um að umræddur starfsmaður hafi starfað sem bókari og meðal annars séð um launagreiðslur. Til þess hafi hann tekið út háar fjárhæðir úr banka, meðal annars í eitt skipti um tíu milljónir króna sem hann sneri aftur með á skrifstofuna í bréfpoka. Umræddur starfsmaður sagðist reyndar ekki kannast við þessa lýsingu fyrir dómi. Að hennar sögn sáu Þorkell og hinn starfsmaðurinn um skattskil félagsins, en engu hafi verið skilað inn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að framburður starfsmannsins sem ýmist var kallaður fjármálastjóri, bókari eða verkefnastjóri, sé svo óáreiðanlegur að ekki hafi verið hægt að byggja á honum í málinu. Í niðurstöðu hérðaðsdóms var litið til þess að Þorkell hafi verið skráður í stjórn og sem framkvæmdastjóri. Meira þyrfti að koma til en framburður hans um að hinn starfsmaðurinn bæri ábyrgð á málinu. Ekki væri hægt að líta framhjá skyldum Þorkels sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanns. Við ákvörðun var litið til þess að Þorkell hafi á engum tímapunkti neitað sök í málinu. Þá hafi hann gert upp við ríkissjóð alls 31 milljón króna virðisaukaskattskuld. Þó væri ekki hægt að horfa framhjá því að brotin væru stórfelld. Er honum gert að greiða alls 713 milljónir króna í sekt fyrir brotin, auk tveggja ára skilorðsbundins fangelsis sem falli niður eftir þrjú ár haldi hann skilorði. Þá þarf Þorkell að sæta 360 daga fangelsi greiði hann ekki umrædda sekt innan árs. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. 8. desember 2022 08:11 Lögin loks farin að virka og fleiri mál komin í kæruferli Tvö mál eru nú til rannsóknar og komin í kæruferli vegna óviðunandi brunavarna en í sumar féll dómur í sambærilegu máli. Þetta kom fram í erindi fagstjóra forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á námstefnunni Á vakt fyrir Ísland, en málin sem kærð hafa verið eru talin mjög alvarleg. 22. október 2021 14:14 Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05 „Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær en Þorkell var í desember 2021 ákærður fyrir að meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldslögum í rekstri Smíðalands ehf og starfsmannaleigunnar 2findjob ehf upp á samtals tæplega 260 milljónir króna. Þorkell hefur áður komist í kast við lögin í tengslum við rekstur 2findjob. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf., sem áður var minnst á, með því að hafa látið starfsmenn búa í vistarverum við Smiðshöfða sem lýst var sem hættulegum „svefnskápum“. Hlaut hann fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin. Fjallað var um Þorkel og starfsmannaleiguna 2findjob í fréttum Stöðvar 2 árið 2021. Fyrir dómi í tengslum við skattalagabrot Smíðalands virðist einkum hafa verið tekist á um hvor bæri ábyrgð á brotunum, Þorkell eða starfsmaður hans. Umræddur starfsmaður var á síðasta ári sakfelldur fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Fram kemur í dómi héraðsdóms að þeim dómi hafi verið áfrýjað til Landsréttar. Sagðist ekkert vit hafa á bókhaldi Þorkell bar vitni fyrir dómi og sagðist ekkert hafa vit á bókhaldi. Hann hafi í raun hvergi komið nærri bókhaldi félagsins, Það hafi allt verið í höndum umrædds starfsmanns sem starfað hafi hjá Smíðalandi frá stofnun félagsins og þangað til reksturinn var kominnn í öngstræti. Umræddur starfsmaður hafi tekið allar ákvarðanir um fjármál félagsins og stýrt því hverjum ætti að greiða og hvað. Starfsmaðurinn hafði aðra sögu að segja. Að sögn hans hafði Þorkell stýrt daglegum rekstri félagsins og fjármálastjórn þess frá A-Ö. Starf hans hafi eingöngu verið verkefnastjórn og að gefa út reikninga, án þess að hafa aðgang að reikningum félagsins. Í dómi héraðsdóms kemur fram að á einum tímapunkti hafi annar starfsmaður verið ráðinn inn sem verktaki til að koma böndum á fjárhag félagsins. Bar hún vitni um að hún hafi aðeins starfað í um einn mánuð og gengið út þegar „„allt var að fara til fjandans“, bókhaldið ekki í lögmæltu ástandi og ekkert hægt að gera við því eftir á,“ eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Óáreiðanlegur framburður bókarans Bar hún vitni um að umræddur starfsmaður hafi starfað sem bókari og meðal annars séð um launagreiðslur. Til þess hafi hann tekið út háar fjárhæðir úr banka, meðal annars í eitt skipti um tíu milljónir króna sem hann sneri aftur með á skrifstofuna í bréfpoka. Umræddur starfsmaður sagðist reyndar ekki kannast við þessa lýsingu fyrir dómi. Að hennar sögn sáu Þorkell og hinn starfsmaðurinn um skattskil félagsins, en engu hafi verið skilað inn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að framburður starfsmannsins sem ýmist var kallaður fjármálastjóri, bókari eða verkefnastjóri, sé svo óáreiðanlegur að ekki hafi verið hægt að byggja á honum í málinu. Í niðurstöðu hérðaðsdóms var litið til þess að Þorkell hafi verið skráður í stjórn og sem framkvæmdastjóri. Meira þyrfti að koma til en framburður hans um að hinn starfsmaðurinn bæri ábyrgð á málinu. Ekki væri hægt að líta framhjá skyldum Þorkels sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanns. Við ákvörðun var litið til þess að Þorkell hafi á engum tímapunkti neitað sök í málinu. Þá hafi hann gert upp við ríkissjóð alls 31 milljón króna virðisaukaskattskuld. Þó væri ekki hægt að horfa framhjá því að brotin væru stórfelld. Er honum gert að greiða alls 713 milljónir króna í sekt fyrir brotin, auk tveggja ára skilorðsbundins fangelsis sem falli niður eftir þrjú ár haldi hann skilorði. Þá þarf Þorkell að sæta 360 daga fangelsi greiði hann ekki umrædda sekt innan árs.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. 8. desember 2022 08:11 Lögin loks farin að virka og fleiri mál komin í kæruferli Tvö mál eru nú til rannsóknar og komin í kæruferli vegna óviðunandi brunavarna en í sumar féll dómur í sambærilegu máli. Þetta kom fram í erindi fagstjóra forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á námstefnunni Á vakt fyrir Ísland, en málin sem kærð hafa verið eru talin mjög alvarleg. 22. október 2021 14:14 Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05 „Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. 8. desember 2022 08:11
Lögin loks farin að virka og fleiri mál komin í kæruferli Tvö mál eru nú til rannsóknar og komin í kæruferli vegna óviðunandi brunavarna en í sumar féll dómur í sambærilegu máli. Þetta kom fram í erindi fagstjóra forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á námstefnunni Á vakt fyrir Ísland, en málin sem kærð hafa verið eru talin mjög alvarleg. 22. október 2021 14:14
Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05
„Eitt ljótasta mál sem ég hef séð á 30 ára ferli“ Sviðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir sakamál gegn eiganda starfsmannaleigunnar 2findjob eitt það ljótasta sem hann hefur séð á sínum 30 ára ferli. Mikil íkveikjuhætta var í húsnæðinu og ljóst að þar hefði getað orðið stórslys. Verkamenn bjuggu í litlum svefnkössum sem var staflað upp. 12. maí 2021 13:31