Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 13:53 Teikning listamanns af fjarreikistjörnunni VHS 1256 b. Árið þar er um tíu þúsund ára langt. NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI) Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. Síliköt eru svokallaðar steindir sem eru byggingarefni steina. Þau innihalda kísil og súrefni, tvö algengustu frumefnin í skorpu jarðarinnar sem er að mestu leyti úr sílíkötum. Steindir af þessu tagi mynda ský hátt í andrúmslofti fjarreikistjörnunnar VHS 1256 b í um fjörutíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því segir í grein á Stjörnufræðivefnum. VHS 1256 b er gasrisi, um nítján sinnum efnismeiri en Júpíter. Reikistjarnan er svo stór að hún jaðrar við að vera svonefndur brúnn dvergur, smá sólstjarna þar sem kjarnasamruni nær sér þó aldrei á strik. Hún gengur um tvo brúna dverga á um tíu þúsund árum, um fjórfalt fjær móðurstjörnunum en Plútó er frá sólinni okkar. Ólgandi iðustraumar bera hita upp í háloftin Þrátt fyrir fjarlægðina er hitinn þar sem sílíkatskýin fundust um 830 gráður á Celsíus. Reikistjarnan er talin aðeins um 150 milljón ára gömul, hálfgert ungbarn á stjarnfræðilegan mælikvarða, og innri hiti hennar er enn hár. Hann berst með ólgandi iðustraumum upp í efri lög lofthjúpsins á sama tíma og kaldara efni þrýstist niður. Ólgan í lofthjúpnum veldur gífurlegum birtubreytingum, þeim mestu sem reikistjörnufræðingar hafa nokkurn tímann séð í athugunum sínum. Skýin eru úr stórum og litlum sílíkataögnum. Þær fínustu eru sagðar svipaðar rykögnum í reykjarmekki en þær stærri líkist heitri gosösku eða sandi. „Stærri agnirnar gætu verið meira eins og mjög heitar og mjög smáar sandagnir,“ segir Beth Biller frá Edinborgarháskóla og meðhöfundur greinar um rannsóknina. Tilvist skýjanna er að líkindum hverful. Eftir því sem gasrisinn eldist á næstu milljörðum ára kólnar hann og breytist. Sílíkötin falla þá niður og andrúmsloftið verður heiðskírara. Litrófsgreining á lofthjúpi VHS 1256 b. Aldrei áður hafa svo margar sameindir fundist við eina athugun á fjarreikistjörnu.NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI), B. Miles (University of Ariz Skýin víkja fyrir heiðríkju Mælingar Webb-sjónaukans á VHS 1256 b eru sagðar marka tímamót. Með því að litrófsgreina ljós frá reikistjörnunni fann hann merki um vatnsgufu, metan, kolmónoxíð og koldíoxíð í lofthjúpi hennar. Þau efni hafa öll fundust áður í fjarreikistjörnum með öðrum sjónaukum en aldrei öll i einu. Yfirleitt hefur aðeins tekist að finna merki um eitt frumefni eða sameind í einu. Fjarlægð reikistjörnunar frá móðurstjörnunum auðveldaði rannsóknir á henni. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi eða hitageislun. Vegna þess hversu langt VHS 1256 b er frá brúnu dvergunum truflaði útgeislun þeirra ekki mælingarnar og Webb gat rannsakað hana beint í stað þess að reiða sig á óbeinar athuganir sem eru algengar í rannsóknum á fjarreikistjörnum. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Síliköt eru svokallaðar steindir sem eru byggingarefni steina. Þau innihalda kísil og súrefni, tvö algengustu frumefnin í skorpu jarðarinnar sem er að mestu leyti úr sílíkötum. Steindir af þessu tagi mynda ský hátt í andrúmslofti fjarreikistjörnunnar VHS 1256 b í um fjörutíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því segir í grein á Stjörnufræðivefnum. VHS 1256 b er gasrisi, um nítján sinnum efnismeiri en Júpíter. Reikistjarnan er svo stór að hún jaðrar við að vera svonefndur brúnn dvergur, smá sólstjarna þar sem kjarnasamruni nær sér þó aldrei á strik. Hún gengur um tvo brúna dverga á um tíu þúsund árum, um fjórfalt fjær móðurstjörnunum en Plútó er frá sólinni okkar. Ólgandi iðustraumar bera hita upp í háloftin Þrátt fyrir fjarlægðina er hitinn þar sem sílíkatskýin fundust um 830 gráður á Celsíus. Reikistjarnan er talin aðeins um 150 milljón ára gömul, hálfgert ungbarn á stjarnfræðilegan mælikvarða, og innri hiti hennar er enn hár. Hann berst með ólgandi iðustraumum upp í efri lög lofthjúpsins á sama tíma og kaldara efni þrýstist niður. Ólgan í lofthjúpnum veldur gífurlegum birtubreytingum, þeim mestu sem reikistjörnufræðingar hafa nokkurn tímann séð í athugunum sínum. Skýin eru úr stórum og litlum sílíkataögnum. Þær fínustu eru sagðar svipaðar rykögnum í reykjarmekki en þær stærri líkist heitri gosösku eða sandi. „Stærri agnirnar gætu verið meira eins og mjög heitar og mjög smáar sandagnir,“ segir Beth Biller frá Edinborgarháskóla og meðhöfundur greinar um rannsóknina. Tilvist skýjanna er að líkindum hverful. Eftir því sem gasrisinn eldist á næstu milljörðum ára kólnar hann og breytist. Sílíkötin falla þá niður og andrúmsloftið verður heiðskírara. Litrófsgreining á lofthjúpi VHS 1256 b. Aldrei áður hafa svo margar sameindir fundist við eina athugun á fjarreikistjörnu.NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI), B. Miles (University of Ariz Skýin víkja fyrir heiðríkju Mælingar Webb-sjónaukans á VHS 1256 b eru sagðar marka tímamót. Með því að litrófsgreina ljós frá reikistjörnunni fann hann merki um vatnsgufu, metan, kolmónoxíð og koldíoxíð í lofthjúpi hennar. Þau efni hafa öll fundust áður í fjarreikistjörnum með öðrum sjónaukum en aldrei öll i einu. Yfirleitt hefur aðeins tekist að finna merki um eitt frumefni eða sameind í einu. Fjarlægð reikistjörnunar frá móðurstjörnunum auðveldaði rannsóknir á henni. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi eða hitageislun. Vegna þess hversu langt VHS 1256 b er frá brúnu dvergunum truflaði útgeislun þeirra ekki mælingarnar og Webb gat rannsakað hana beint í stað þess að reiða sig á óbeinar athuganir sem eru algengar í rannsóknum á fjarreikistjörnum.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira