Samvinna fyrir betra heilbrigðiskerfi Ingibjörg Isaksen skrifar 24. mars 2023 08:02 Sjúkratryggingar Íslands óskuðu á dögunum eftir tilboðum frá einkaaðilum innan heilbrigðisgeirans til að framkvæma liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám. Í síðustu viku bárust góðar fréttir frá Sjúkratryggingum Íslands sem opinberuðu hvaða tilboð voru samþykkt og meginfyrirkomulag samninga en fjögur tilboð bárust stofnuninni. Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir. Aðgerðir stjórnvalda Stjórnvöld hér á landi hafa lagt kapp á að framfylgja þeirri stefnu að bjóða öllum hér á landi upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, enda er það ein af meginstoðum þess að búa til gott velferðarsamfélag. Þróun samfélagsins og aukin eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu hefur leitt til þess að bregðast þarf við með nýjum áherslum innan heilbrigðiskerfisins. Ef við ætlum okkur að ná að framfylgja þeirri þjónustu sem kallað er eftir þurfa stjórnvöld að finna jafnvægi í blönduðu heilbrigðiskerfi í þágu einstaklingsins. Ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á eflingu heilbrigðiskerfisins á þessu kjörtímabili. Fjárframlög til heilbrigðismála hafa aukist verulega sem endurspeglar aftur forgangsröðun og áherslur stjórnvalda, en lagt var til 12 milljarð króna viðbótarframlag til heilbrigðismála við síðustu fjárlög til þess að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjárframlögin eru til þess fallin að mun betur er hægt að leysa þau mörgu verkefni sem blasa við. Ofangreindir samningar eru meðal þeirra aðgerða sem þörf var að fara í enda um mjög brýnt mál að ræða. Það er ótækt að láta fólk bíða lengi eftir nauðsynlegum aðgerðum sem hamla lífsgæði og draga úr virkni. Stjórnvöld eru með þessu að leita leiða til að stytta biðlista og koma fólki, sem þarf á ákveðinni þjónustu að halda, aftur í fyrra form. Bið eftir liðskiptiaðgerðum síðustu ár hefur verið allt of löng meðal annars vegna uppsafnaðar þarfar auk þess sem heimsfaraldurinn spilaði þar einnig stórt hlutverk. Framsókn hefur lengi beitt sér fyrir bættri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Þjónustan þarf að vera í samræmi við aðstæður, möguleika og vilja hvers og þá þarf að horfa til þess að halda kostnaðarþáttöku eins lágri og hægt er. En það er eitt að segja það og annað að framkvæma. Við í Framsókn höfum haldið okkar stefnu sem við lögðum upp með í síðustu alþingiskosningum á lofti og unnið í átt að auknum framlögum ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála og stefna Framsóknar í heilbrigðismálum endurspeglast nú með þessum samningum. Tækifæri utan stofnana Samvinna er vænlegust til árangurs hvað varðar forvarnir, lýðheilsu, geðheilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu og nær allra þá þjónustu sem varðar heilbrigði þjóðarinnar. Meðal þeirra stefnumála sem Framsókn setti í fararbrodd fyrir síðustu kosningar var að stórefla heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana. Við sjáum í verki hversu vel það reynist heilbrigðisþjónustu landsins að stuðla að frekara samspili innan blandaðs heilbrigðiskerfis. Tvö dæmi um það eru nýlegir samningar um kaup á endómetríósuaðgerðum og liðskiptaaðgerðum. Þessir samningar eru gott dæmi um hvernig hægt er að bæta kerfið til muna með auknu samstarfi með heilbrigðisþjónustuaðila utan hins opinbera. Samningarnir um kaup á endómetríósuaðgerðum eru dæmi um mikilvægt skref í átt að styttingu biðlista og jöfnun aðgengi. Of margar konur hafa glímt við einkenni endómetríósu í of langan tíma, og það er mikið fagnaðarefni að þær fá loksins nauðsynlega þjónustu. Nú er komið að liðskiptunum, en undirrituð trúir ekki öðru en að báðir þessir samningar geta reynst fordæmi til framtíðar um hvernig samvinna heilbrigðisstarfsmanna, bæði innan og utan hins opinbera, getur skipt sköpum fyrir sjúklinginn sjálfan, enda á hann ávallt að vera í forgrunni. Höfundur er þingflokkformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands óskuðu á dögunum eftir tilboðum frá einkaaðilum innan heilbrigðisgeirans til að framkvæma liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám. Í síðustu viku bárust góðar fréttir frá Sjúkratryggingum Íslands sem opinberuðu hvaða tilboð voru samþykkt og meginfyrirkomulag samninga en fjögur tilboð bárust stofnuninni. Um er að ræða tilboð í allt að 700 aðgerðir sem munu bæta lífskjör einstaklinga til muna. Þessi aðgerð er að frumkvæði Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og hefur það að markmiði að stytta biðlista fyrir liðskiptaaðgerðir. Aðgerðir stjórnvalda Stjórnvöld hér á landi hafa lagt kapp á að framfylgja þeirri stefnu að bjóða öllum hér á landi upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, enda er það ein af meginstoðum þess að búa til gott velferðarsamfélag. Þróun samfélagsins og aukin eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu hefur leitt til þess að bregðast þarf við með nýjum áherslum innan heilbrigðiskerfisins. Ef við ætlum okkur að ná að framfylgja þeirri þjónustu sem kallað er eftir þurfa stjórnvöld að finna jafnvægi í blönduðu heilbrigðiskerfi í þágu einstaklingsins. Ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á eflingu heilbrigðiskerfisins á þessu kjörtímabili. Fjárframlög til heilbrigðismála hafa aukist verulega sem endurspeglar aftur forgangsröðun og áherslur stjórnvalda, en lagt var til 12 milljarð króna viðbótarframlag til heilbrigðismála við síðustu fjárlög til þess að styrkja heilbrigðiskerfið. Fjárframlögin eru til þess fallin að mun betur er hægt að leysa þau mörgu verkefni sem blasa við. Ofangreindir samningar eru meðal þeirra aðgerða sem þörf var að fara í enda um mjög brýnt mál að ræða. Það er ótækt að láta fólk bíða lengi eftir nauðsynlegum aðgerðum sem hamla lífsgæði og draga úr virkni. Stjórnvöld eru með þessu að leita leiða til að stytta biðlista og koma fólki, sem þarf á ákveðinni þjónustu að halda, aftur í fyrra form. Bið eftir liðskiptiaðgerðum síðustu ár hefur verið allt of löng meðal annars vegna uppsafnaðar þarfar auk þess sem heimsfaraldurinn spilaði þar einnig stórt hlutverk. Framsókn hefur lengi beitt sér fyrir bættri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Þjónustan þarf að vera í samræmi við aðstæður, möguleika og vilja hvers og þá þarf að horfa til þess að halda kostnaðarþáttöku eins lágri og hægt er. En það er eitt að segja það og annað að framkvæma. Við í Framsókn höfum haldið okkar stefnu sem við lögðum upp með í síðustu alþingiskosningum á lofti og unnið í átt að auknum framlögum ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála og stefna Framsóknar í heilbrigðismálum endurspeglast nú með þessum samningum. Tækifæri utan stofnana Samvinna er vænlegust til árangurs hvað varðar forvarnir, lýðheilsu, geðheilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu og nær allra þá þjónustu sem varðar heilbrigði þjóðarinnar. Meðal þeirra stefnumála sem Framsókn setti í fararbrodd fyrir síðustu kosningar var að stórefla heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana. Við sjáum í verki hversu vel það reynist heilbrigðisþjónustu landsins að stuðla að frekara samspili innan blandaðs heilbrigðiskerfis. Tvö dæmi um það eru nýlegir samningar um kaup á endómetríósuaðgerðum og liðskiptaaðgerðum. Þessir samningar eru gott dæmi um hvernig hægt er að bæta kerfið til muna með auknu samstarfi með heilbrigðisþjónustuaðila utan hins opinbera. Samningarnir um kaup á endómetríósuaðgerðum eru dæmi um mikilvægt skref í átt að styttingu biðlista og jöfnun aðgengi. Of margar konur hafa glímt við einkenni endómetríósu í of langan tíma, og það er mikið fagnaðarefni að þær fá loksins nauðsynlega þjónustu. Nú er komið að liðskiptunum, en undirrituð trúir ekki öðru en að báðir þessir samningar geta reynst fordæmi til framtíðar um hvernig samvinna heilbrigðisstarfsmanna, bæði innan og utan hins opinbera, getur skipt sköpum fyrir sjúklinginn sjálfan, enda á hann ávallt að vera í forgrunni. Höfundur er þingflokkformaður Framsóknar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun