Hefði verið betra að fá þyrluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2023 11:56 Frá sinubrunanum í Straumsvík í gær. Vísir/egill Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær. Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28
Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09
Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30