Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 13:56 Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt og svæðið þar sem ekið var á hana í gær. Aðsend Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur. Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur.
Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira