Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 14:35 Rússneskir stríðsfangar í Úkraínu. Getty/Mykhaylo Palinchak Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira