„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Máni Snær Þorláksson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. mars 2023 16:52 Þessir herramenn áttu fótum sínum fjör að launa. Christiaan Bragi Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. Mikill reykur rauk upp úr nýbyggingunni, sem er í Eskiási, vegna eldsins. Fréttastofu hafa borist ábendingar og myndbönd frá íbúum á svæðinu og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan voru sprengingarnar mjög öflugar. Klippa: Sprenging í Garðabæ Svæðinu í kring, sem og götunni sem byggingin stendur við, var lokað um stund á meðan vinnu slökkviliðs stóð. Eins og fyrr segir sakaði engan í sprenginunni, að sögn Helga Hjörleifssonar, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í dag.Aðsend Hann segir að búið sé að slökkva eldinn, lítill reykur sé á svæðinu en verið sé að fara yfir svæðið með hitamyndavél. Líklegt sé að kviknað hafi í þakklæðningu við vinnu í nýbyggingunni, þó hann geti ekki slegið því föstu. Skjáskot úr myndbandi sem barst fréttastofu.Skjáskot „Það er þvílík heppni að ekki hafi farið verr, það urðu engin slys á fólki eða neitt svoleiðis. Þetta eru gaskútar sem virðast hafa sprungið á þakinu,“ segir Helgi. Sjónarvottur segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar hafi sprungið og þeyst tugi metra frá brennandi þakklæðningu í nýbyggingunni. Ljósmyndari Vísis myndaði þennan gaskút í um 100 metra fjarlægð frá byggingunni. Annar hæfði bíl sem stórskemmdist. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Yngvi Snær Bjarnason var heima að tefla þegar sprengingarnar urðu. Hann segir veggi og gler hafa nötrað. Hann hafi strax óttast að einhver hefði slasast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Garðabær Slökkvilið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Mikill reykur rauk upp úr nýbyggingunni, sem er í Eskiási, vegna eldsins. Fréttastofu hafa borist ábendingar og myndbönd frá íbúum á svæðinu og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan voru sprengingarnar mjög öflugar. Klippa: Sprenging í Garðabæ Svæðinu í kring, sem og götunni sem byggingin stendur við, var lokað um stund á meðan vinnu slökkviliðs stóð. Eins og fyrr segir sakaði engan í sprenginunni, að sögn Helga Hjörleifssonar, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í dag.Aðsend Hann segir að búið sé að slökkva eldinn, lítill reykur sé á svæðinu en verið sé að fara yfir svæðið með hitamyndavél. Líklegt sé að kviknað hafi í þakklæðningu við vinnu í nýbyggingunni, þó hann geti ekki slegið því föstu. Skjáskot úr myndbandi sem barst fréttastofu.Skjáskot „Það er þvílík heppni að ekki hafi farið verr, það urðu engin slys á fólki eða neitt svoleiðis. Þetta eru gaskútar sem virðast hafa sprungið á þakinu,“ segir Helgi. Sjónarvottur segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar hafi sprungið og þeyst tugi metra frá brennandi þakklæðningu í nýbyggingunni. Ljósmyndari Vísis myndaði þennan gaskút í um 100 metra fjarlægð frá byggingunni. Annar hæfði bíl sem stórskemmdist. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Yngvi Snær Bjarnason var heima að tefla þegar sprengingarnar urðu. Hann segir veggi og gler hafa nötrað. Hann hafi strax óttast að einhver hefði slasast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Garðabær Slökkvilið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira