Risaleikur Embiid dugði ekki til gegn Curry og félögum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:00 Steph Curry og félagar unnu góðan sigur í nótt. Vísir/Getty Fjörtíu og sex stig frá Joel Embiid dugðu skammt þegar Golden State Warriors vann góðan sigur á Philadelphia 76´ers í NBA-deildinni í nótt. Þá vann Lakers mikivægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127 NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum