Komnir í blíðu í Vík eftir að hafa festst í blindbyl Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. mars 2023 18:31 Skjótt skipast veður í lofti. Þessir ferðamenn, sem margir hverjir áttu flug til síns heima á morgun voru farnir að undirbúa það að gista nóttina á Kirkjubæjarklaustri eftir að hafa festst þar í blindbyl. aðsend Tugir ferðamanna voru veðurtepptir í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri um fjögur leytið í dag. Vel tókst til við að losa bíla og eru nú flestir ferðamenn mættir í blíðuna í Vík. „Það er alveg lygilegt hvernig þetta leystist,“ segir Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður sem hafði verið að leiðsegja 18 ferðamönnum í dag áður en blinbylur skall á. Önnur rúta með ferðamönnum festist einnig á sömu slóðum. „Veðrið var alveg snarvitlaust eftir að við keyrðum framhjá Lómagnúpi, þá er maður í þannig stöðu að maður getur ekki stoppað, þú snýrð ekkert við. Svo þegar við komum að Kirkjubæjarklaustri stoppuðu Björgunarsveitir okkur og bílar fóru að hrannast upp við Skaftárskála, 30 bílar og sennilega um 7 rútur.“ Svona var staðan á Kirkjubæjarklaustri upp úr klukkan fjögur í dag. aðsend Fólk hafi farið að undirbúa það að þurfa að gista nóttina á Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitir leystu hins vegar snögglega úr teppunni. „Þeir voru ótrúlega snöggir til og nú er maður bara kominn í blíðu í Vík,“ segir Alfreð. Fjöldi ferðamanna biðu í Skaftárskála.aðsend Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allt hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig, hvað verkefni björgunarsveitar varðar. „Það var einn bíll sem fór út af rét utan við Klaustur en það leystist. Þetta snerist aðallega um lokunina. Það vill nú þannig til að ég keyrði í gegnum þetta sjálfur, það var mjög blint. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Það er alveg lygilegt hvernig þetta leystist,“ segir Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður sem hafði verið að leiðsegja 18 ferðamönnum í dag áður en blinbylur skall á. Önnur rúta með ferðamönnum festist einnig á sömu slóðum. „Veðrið var alveg snarvitlaust eftir að við keyrðum framhjá Lómagnúpi, þá er maður í þannig stöðu að maður getur ekki stoppað, þú snýrð ekkert við. Svo þegar við komum að Kirkjubæjarklaustri stoppuðu Björgunarsveitir okkur og bílar fóru að hrannast upp við Skaftárskála, 30 bílar og sennilega um 7 rútur.“ Svona var staðan á Kirkjubæjarklaustri upp úr klukkan fjögur í dag. aðsend Fólk hafi farið að undirbúa það að þurfa að gista nóttina á Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitir leystu hins vegar snögglega úr teppunni. „Þeir voru ótrúlega snöggir til og nú er maður bara kominn í blíðu í Vík,“ segir Alfreð. Fjöldi ferðamanna biðu í Skaftárskála.aðsend Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allt hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig, hvað verkefni björgunarsveitar varðar. „Það var einn bíll sem fór út af rét utan við Klaustur en það leystist. Þetta snerist aðallega um lokunina. Það vill nú þannig til að ég keyrði í gegnum þetta sjálfur, það var mjög blint.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira