Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2023 10:40 Gervihnattamyndir sýna glögglega hvernig hvirfilbylurinn fór yfir bæinn Rolling Fork í Mississippi um helgina. Myndin til vinstri var tekin eftir hamfarirnir en myndin til hægri var tekin nokkrum vikum áður. AP/Maxar Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn. Rolling Fork er í Sharkeysýslu en þessi stóri hvirfilbylur olli einnig miklum skemmdum í Silver City í Humpreysýslu. AP fréttaveitan segir Sharkey- og Humpreysýslur, þar sem skemmdirnar eru mestar, vera fátækar sýslur. Margir íbúar eigi erfitt með að ná endum saman en fólk hefur kallað eftir aðstoð við að koma sér aftur á lappirnar eftir hamfarirnar. „Þetta verður löng endurbygging, að reyna að byggja upp á nýtt og komast yfir eyðilegginguna,“ sagði Wayne Williams við AP. Hann er smíðakennari í Rolling Ford. Myndefni frá Rolling Ford sýnir glögglega hve öflugur hvirfilbylurinn hefur verið, en hann reif upp heilu húsin og flutningabíla á loft. Samkvæmt frétt Washington Post er hvirfilbylurinn talinn hafa lent og skafið nærri því hundrað kílómetra slóð í jörðina. Veðurstofa Bandaríkjanna segir minna en eitt prósent hvirfilbylja sem lenda í Bandaríkjunum fara lengra en áttatíu kílómetra. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar en tiltölulega stutt er síðan veðrið lék íbúa Rolling Fork einnig grátt. Árið 2019 fóru umfangsmikil flóð yfir bæinn og þurftu margir að yfirgefa heimili sín. Drónamyndbandið hér að neðan sýnir vel hve umfangsmiklar skemmdirnar eru. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Rolling Fork er í Sharkeysýslu en þessi stóri hvirfilbylur olli einnig miklum skemmdum í Silver City í Humpreysýslu. AP fréttaveitan segir Sharkey- og Humpreysýslur, þar sem skemmdirnar eru mestar, vera fátækar sýslur. Margir íbúar eigi erfitt með að ná endum saman en fólk hefur kallað eftir aðstoð við að koma sér aftur á lappirnar eftir hamfarirnar. „Þetta verður löng endurbygging, að reyna að byggja upp á nýtt og komast yfir eyðilegginguna,“ sagði Wayne Williams við AP. Hann er smíðakennari í Rolling Ford. Myndefni frá Rolling Ford sýnir glögglega hve öflugur hvirfilbylurinn hefur verið, en hann reif upp heilu húsin og flutningabíla á loft. Samkvæmt frétt Washington Post er hvirfilbylurinn talinn hafa lent og skafið nærri því hundrað kílómetra slóð í jörðina. Veðurstofa Bandaríkjanna segir minna en eitt prósent hvirfilbylja sem lenda í Bandaríkjunum fara lengra en áttatíu kílómetra. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar en tiltölulega stutt er síðan veðrið lék íbúa Rolling Fork einnig grátt. Árið 2019 fóru umfangsmikil flóð yfir bæinn og þurftu margir að yfirgefa heimili sín. Drónamyndbandið hér að neðan sýnir vel hve umfangsmiklar skemmdirnar eru.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04