Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. mars 2023 10:31 Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið. Sá sem þetta skrifar mun þó síðastur manna gera lítið úr því, að ákveðinn fjöldi heimila á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með sín húsnæðislán , eins og vaxtastigið er í dag. Auk þess á ákveðinn fjöldi heimila í erfiðleikum með að standa skil á húsaleigu sem einnig hefur hækkað töluvert hjá mörgum eins og afborgarnir lána. Umfang vandans hlýtur þó alltaf að miðast við það um hversu stóran hluta heimila er að ræða. Ef að miðað er við mig, þá er ég ekki með húsnæðislán heldur er ég á leigumarkaði og ræð vel við að greiða húsaleigu af þeim launum sem ég hef. Ég get meira að segja lagt fyrir hluta af launum mínum og geri það. Heildarlaun mín með orlofi eru alla jafna á bilinu 900 þús kr. til milljón á mánuði. Væri mér því alla jafna gert að spara á bilinu 90 til 100 þús á mánuði, jafnvel 150 þús ef ég vinn nokkra tíma aukalega á mánuði, ef þessi skyldusparnaðartillaga yrði að veruleika. Ef við reiknum með því að ég haldi mér undir milljóninni þá væri ég að láta af hendi 1080-1200 þús á ári af mínum ráðstöfunartekjum í þennan sparnað. Semsagt árlegar ráðstöfunartekjur mínar myndu að minnsta kosti minnka um þessa upphæð. Gætu minnkað meira, ef sá hluti launanna sem í skyldusparnaðinn fara verður með í skattstofni tekjuskatts og útsvars. Ég væri þá mögulega þvingaður til þess að hætta þeim sparnaði sem að ég er með í dag. Samkvæmt vef Hagstofunnar voru ca. 2/3 launamanna með 700 þús eða meira í heildartekjur árið 2021 (ekki til nýrri upplýsingar). Ef að miðað er við 10% skyldusparnað er upphæðin ca. 2/3 af inngreiðslum í lífeyrissjóði þeirra sem undir sparnaðinn yrðu settir. Heimili hjóna þar sem hvor aðilinn um sig er með 700þús í heildarlaun verður af af ráðstöfunartekjum að upphæð 1680 þús á ári. Vísast til nálægt þeirri upphæð sem að þau Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa hvort um sig í laun á mánuði. Enn á þá eftir að svara hver á að ávaxta sparnaðinn og með hvaða hætti verður hann ávaxtaður? Verður hann verðtryggður? Hver verður skattaleg meðferð þessara gríðarlegu fjármuna? Því varla fara ríkissjóður og sveitarfélög að afsala sér skatttekjum af þessari upphæð sem að öllum líkindum myndi slá vel í 200 milljarða á ári (15-20% af fjárlögum) ef ekki meira. Ef skyldusparnaðurinn verður hluti af skattstofni tekjuskatts og útsvars, þá lækka útborguð laun að minnsta kosti um þá upphæð sem fer í skyldusparnaðinn. Ef að taka á tekjuskatt og útsvar af útgreiðslu sparnaðarins, þá þurrkast út vextir og verðtrygging sparnaðarins og vel það. Þannig að fólk fengi þá minna til baka en það lagði til skyldusparnaðarins. Velflestar útgreiðslur myndu þá væntanlega falla undir hæsta tekjuskattsþrepið. Enda persónuafsláttur fullnýttur staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars. Svo má auðvitað velta því fyrir sér, úr því að um tímabundinn skyldusparnað er að ræða. Hvað gerist í hagkerfinu okkar, þegar að minnsta kosti 200 milljarðar koma til útgreiðslu á einu bretti? Ef miðað er við að sparnaðurinn vari í eitt ár. Sú upphæð margfaldast svo með fjölda ára ef sparnaðurinn varir lengur en eitt ár. Þó svo að fjármálaráðherra hafi sagt þessa leið mögulega og jafnvel einnig virka, þá er útfærsla þeirra að öllum líkindum flókin og afar tímafrek. Ætla má að vegna hugsanlegra breytinga á lögum og jafnvel setningu nýrra laga ásamt fleiri útfærsluatriðum vegna þessa skyldusparnaðar, að hann gæti í fyrsta lagi hafist um næstu áramót. Eða eftir rúma átta mánuði. Hvert verður vaxtastigið þá og hver verður verðbólgan þá? Varla mun Seðlabankinn halda að sér höndum á meðan unnið yrði að lagabreytingum og annarri útfærslu, því væntanlega myndi verðbólgan grassera á meðan unnið að þessum breytingum. Ekki yrði hægt að stöðva tímann á meðan að unnið væri að útfærslu. Þessi leið er því, í fljótu bragði ekki líkleg til þess að leysa nokkurn vanda. Heldur mögulega auka hann. Fyrst og fremst vegna þess hversu seint hún kæmist í framkvæmd. Aðrar aðgerðir, hverjar sem þær yrðu, til þess að taka á vanda þeirra sem eiga í miklum eða töluverðum vanda, tækju vissulega einnig tíma. En við þær aðgerðir væri kannski hægt að spara sér tíma með því að leita í smiðju fyrri aðgerða sem hafa virkað og taka þannig á vandanum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið. Sá sem þetta skrifar mun þó síðastur manna gera lítið úr því, að ákveðinn fjöldi heimila á í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með sín húsnæðislán , eins og vaxtastigið er í dag. Auk þess á ákveðinn fjöldi heimila í erfiðleikum með að standa skil á húsaleigu sem einnig hefur hækkað töluvert hjá mörgum eins og afborgarnir lána. Umfang vandans hlýtur þó alltaf að miðast við það um hversu stóran hluta heimila er að ræða. Ef að miðað er við mig, þá er ég ekki með húsnæðislán heldur er ég á leigumarkaði og ræð vel við að greiða húsaleigu af þeim launum sem ég hef. Ég get meira að segja lagt fyrir hluta af launum mínum og geri það. Heildarlaun mín með orlofi eru alla jafna á bilinu 900 þús kr. til milljón á mánuði. Væri mér því alla jafna gert að spara á bilinu 90 til 100 þús á mánuði, jafnvel 150 þús ef ég vinn nokkra tíma aukalega á mánuði, ef þessi skyldusparnaðartillaga yrði að veruleika. Ef við reiknum með því að ég haldi mér undir milljóninni þá væri ég að láta af hendi 1080-1200 þús á ári af mínum ráðstöfunartekjum í þennan sparnað. Semsagt árlegar ráðstöfunartekjur mínar myndu að minnsta kosti minnka um þessa upphæð. Gætu minnkað meira, ef sá hluti launanna sem í skyldusparnaðinn fara verður með í skattstofni tekjuskatts og útsvars. Ég væri þá mögulega þvingaður til þess að hætta þeim sparnaði sem að ég er með í dag. Samkvæmt vef Hagstofunnar voru ca. 2/3 launamanna með 700 þús eða meira í heildartekjur árið 2021 (ekki til nýrri upplýsingar). Ef að miðað er við 10% skyldusparnað er upphæðin ca. 2/3 af inngreiðslum í lífeyrissjóði þeirra sem undir sparnaðinn yrðu settir. Heimili hjóna þar sem hvor aðilinn um sig er með 700þús í heildarlaun verður af af ráðstöfunartekjum að upphæð 1680 þús á ári. Vísast til nálægt þeirri upphæð sem að þau Ásthildur Lóa og Ragnar Þór hafa hvort um sig í laun á mánuði. Enn á þá eftir að svara hver á að ávaxta sparnaðinn og með hvaða hætti verður hann ávaxtaður? Verður hann verðtryggður? Hver verður skattaleg meðferð þessara gríðarlegu fjármuna? Því varla fara ríkissjóður og sveitarfélög að afsala sér skatttekjum af þessari upphæð sem að öllum líkindum myndi slá vel í 200 milljarða á ári (15-20% af fjárlögum) ef ekki meira. Ef skyldusparnaðurinn verður hluti af skattstofni tekjuskatts og útsvars, þá lækka útborguð laun að minnsta kosti um þá upphæð sem fer í skyldusparnaðinn. Ef að taka á tekjuskatt og útsvar af útgreiðslu sparnaðarins, þá þurrkast út vextir og verðtrygging sparnaðarins og vel það. Þannig að fólk fengi þá minna til baka en það lagði til skyldusparnaðarins. Velflestar útgreiðslur myndu þá væntanlega falla undir hæsta tekjuskattsþrepið. Enda persónuafsláttur fullnýttur staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars. Svo má auðvitað velta því fyrir sér, úr því að um tímabundinn skyldusparnað er að ræða. Hvað gerist í hagkerfinu okkar, þegar að minnsta kosti 200 milljarðar koma til útgreiðslu á einu bretti? Ef miðað er við að sparnaðurinn vari í eitt ár. Sú upphæð margfaldast svo með fjölda ára ef sparnaðurinn varir lengur en eitt ár. Þó svo að fjármálaráðherra hafi sagt þessa leið mögulega og jafnvel einnig virka, þá er útfærsla þeirra að öllum líkindum flókin og afar tímafrek. Ætla má að vegna hugsanlegra breytinga á lögum og jafnvel setningu nýrra laga ásamt fleiri útfærsluatriðum vegna þessa skyldusparnaðar, að hann gæti í fyrsta lagi hafist um næstu áramót. Eða eftir rúma átta mánuði. Hvert verður vaxtastigið þá og hver verður verðbólgan þá? Varla mun Seðlabankinn halda að sér höndum á meðan unnið yrði að lagabreytingum og annarri útfærslu, því væntanlega myndi verðbólgan grassera á meðan unnið að þessum breytingum. Ekki yrði hægt að stöðva tímann á meðan að unnið væri að útfærslu. Þessi leið er því, í fljótu bragði ekki líkleg til þess að leysa nokkurn vanda. Heldur mögulega auka hann. Fyrst og fremst vegna þess hversu seint hún kæmist í framkvæmd. Aðrar aðgerðir, hverjar sem þær yrðu, til þess að taka á vanda þeirra sem eiga í miklum eða töluverðum vanda, tækju vissulega einnig tíma. En við þær aðgerðir væri kannski hægt að spara sér tíma með því að leita í smiðju fyrri aðgerða sem hafa virkað og taka þannig á vandanum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun