„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Máni Snær Þorláksson og Kristján Már Unnarsson skrifa 27. mars 2023 21:14 Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, ræddi við fréttastofu um stöðu mála fyrir austan. Sigurjón Ólason Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49