Caitlin Clark og félegar hennar í Iowa skólanum eru komnar alla leið í undanúrslitin og það er í fyrsta sinn sem kvennalið skólans nær svo langt frá árinu 1993.
Þetta er auðvitað mikið Clark að þakka enda einstakur og eiginlega óstöðvandi leikmaður.
Iowa vann 97-83 sigur á Louisville í átta liða úrslitunum og þar skrifaði Clark söguna. Hún afrekaði þá það enginn karl og engin kona hefur náð áður að gera í úrslitakeppni háskólaboltans.
Clark var nefnilega með fjörutíu stiga þrennu. Hún endaði leikinn með 41 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Hún hitti úr 11 af 19 skotum sínum í þessum leik.
Clark kom með beinum hætti að 70 af 97 stigum sínum liðs eða 72 prósent stiganna.
Þetta var sjötta þrenna hennar á tímabilinu og sú ellefta á háskólaferlinum.
Hér fyrri neðan má sjá svipmyndir af sögulegri frammistöðu Caitlin Clark í þessum leik.