Eftir 2-2 jafntefli gegn Tyrkjum í fyrsta leik sjöunda riðils og óvæntan 1-0 sigur gegn Englendingum siðastliðinn laugardag var ljóst að sigur gegn Ungverjum í kvöld myndi tryggja íslenska liðinu farseðilinn á EM, sama hver úrslitin úr leik Englands og Tyrklands yrðu.
Orri Steinn Óskarsson fyrra mark leiksins þegar hann kom íslenska liðinu í forystu þegar um 25 mínútur voru til leiksloka áður en Hilmir Mikaelsson tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Íslands og liðið er á leið á EM í júlí, en lið á borð við England sitja eftir með sárt ennið.
😍 U19 karla er komið í lokakeppni EM 2023!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 28, 2023
👀 Our U19 men's side is through to the EURO 2023!#fyririsland pic.twitter.com/bHkxAaZAPm





