Elskar Ísland og karakter Íslendinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 18:00 Miloš Milojević bjó lengi vel á Íslandi og þjálfaði tvö lið í efstu deild. Getty Images/Milos Vujinovic Miloš Milojević þjálfaði á sínum tíma Víking og Breiðablik hér á landi en er í dag þjálfari Rauðu Stjörnunnar í heimalandi sínu Serbíu. Hann segist ánægður með að menn muni enn eftir sér hér á landi og segist elska bæði Ísland og karakterinn sem Íslendingar búa yfir. Hinn fertugi Miloš var til tals í hlaðvarpi á Fótbolti.net. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars ástríðu sína á Íslandi. Hann ræddi þá ást einnig síðasta sumar þegar Malmö, þáverandi lið hans, mætti fyrrum lærisveinum hans í Víking í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Miloš kom fyrst hingað til lands árið 2006 og spilaði með Hamri í Hveragerði sama sumar í 3. deildinni. Hann færði sig um set á Suðurlandi og spilaði með Ægi árin 2007 og 2008 áður en hann færði sig aftur til Hamars 2009 en þá lék liðið í 2. deild. Ári síðar var Miloš mættur til Víkings þar sem hann spilaði með liðinu í 1. og efstu deild á næstu árum ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. „Ég elska Ísland og þann karakter sem Íslendingar hafa. Ég lærði mikið á Íslandi. Ég er stoltur af því að vera bæði íslenskur og serbneskur ríkisborgari,“ sagði hinn fertugi þjálfari og bætti við að Víkingar vildu endilega gefa sér frímiða á leiki þeirra í sumar, ef svo vildi til að hann yrði á landinu. „Ég er mjög ánægður að þeir séu ekki búnir að gleyma mér,“ bætti Miloš við. Hann stýrir nú uppeldisfélagi sínu Rauðu stjörnunni og er á góðri leið með að landa serbneska meistaratitlinum. Liðið er með 18 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Hinn fertugi Miloš var til tals í hlaðvarpi á Fótbolti.net. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars ástríðu sína á Íslandi. Hann ræddi þá ást einnig síðasta sumar þegar Malmö, þáverandi lið hans, mætti fyrrum lærisveinum hans í Víking í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Miloš kom fyrst hingað til lands árið 2006 og spilaði með Hamri í Hveragerði sama sumar í 3. deildinni. Hann færði sig um set á Suðurlandi og spilaði með Ægi árin 2007 og 2008 áður en hann færði sig aftur til Hamars 2009 en þá lék liðið í 2. deild. Ári síðar var Miloš mættur til Víkings þar sem hann spilaði með liðinu í 1. og efstu deild á næstu árum ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. „Ég elska Ísland og þann karakter sem Íslendingar hafa. Ég lærði mikið á Íslandi. Ég er stoltur af því að vera bæði íslenskur og serbneskur ríkisborgari,“ sagði hinn fertugi þjálfari og bætti við að Víkingar vildu endilega gefa sér frímiða á leiki þeirra í sumar, ef svo vildi til að hann yrði á landinu. „Ég er mjög ánægður að þeir séu ekki búnir að gleyma mér,“ bætti Miloš við. Hann stýrir nú uppeldisfélagi sínu Rauðu stjörnunni og er á góðri leið með að landa serbneska meistaratitlinum. Liðið er með 18 stiga forystu á toppi deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira