Muratov óttast að verið sé að undirbúa Rússa undir kjarnorkustyrjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 06:58 Muratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021. epa/Maxim Shipenkov „Tvær kynslóðir hafa lifað án ógnarinnar af kjarnorkustyrjöld. En það tímabil er liðið. Mun Pútín ýta á kjarnorkuhnappinn eða ekki? Hver veit? Enginn veit það. Það er enginn sem getur svara því.“ Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira