Stærstu liðin voru á eftir Gísla: „Er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2023 20:00 Gísli Þorgeir í leik með Magdeburg gegn Kiel. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að það sé mikið öryggi í því að skrifa undir nýjan samning við Magdeburg til ársins 2028. Gísli Þorgeir hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann gekk til liðsins frá Kiel. Hann er í dag í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu og hefur hreinlega blómstrað hjá félaginu, en þar náði hann loks ferlinum af stað eftir gríðarlega erfið meiðsli í öxl sem höfðu plagað hann frá árinu 2018. „Með mína sögu þá er mjög gott að geta komið sér vel fyrir. Mér líður ótrúlega vel hérna í Magdeburg og er með hrikalega góða vini hérna í liðinu og með Ómar [Inga Magnússon] í liðinu. Hérna er gott umhverfi og það er margt sem spilar inn í hjá þessu félagi sem lét mig taka þessa ákvörðun,“ segir Gísli í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi lagt mikið á sig til að endursemja við sig. „Ég er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir. Ég lít líka á þetta þannig að við erum með heimsklassa lið og erum með lið sem getur gert alvöru hluti á næstu árum. Við unnum deildina í fyrra, erum í keppni um að vinna hana aftur núna og erum í Meistaradeildinni og komnir í Final Four í bikarnum og vorum í öllum úrslitaleikjum sem við gátum á síðasta tímabili. Við erum með lið sem getur verið í baráttunni um alla titla á næstu árum.“ Samkvæmt heimildum Stöðvar höfðu stærstu félög Evrópu á borð við PSG og Barcelona mikinn áhuga á því að klófesta miðjumanninn. „Það er sama hvort sem það er Spánn eða Frakkland þá vildi ég mest vera áfram í Bundesligunni. Ég vildi ekki fara of snemma úr deildinni og vil halda mér eins lengi í bestu deildinni. Hér er troðfull höll í hverjum leik og andrúmsloftið hér er magnað. Það er ekki alveg þannig í hverjum leik á Spáni og í Frakklandi.“ Þýski handboltinn Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Gísli Þorgeir hefur verið hjá Magdeburg frá árinu 2020 þegar hann gekk til liðsins frá Kiel. Hann er í dag í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu og hefur hreinlega blómstrað hjá félaginu, en þar náði hann loks ferlinum af stað eftir gríðarlega erfið meiðsli í öxl sem höfðu plagað hann frá árinu 2018. „Með mína sögu þá er mjög gott að geta komið sér vel fyrir. Mér líður ótrúlega vel hérna í Magdeburg og er með hrikalega góða vini hérna í liðinu og með Ómar [Inga Magnússon] í liðinu. Hérna er gott umhverfi og það er margt sem spilar inn í hjá þessu félagi sem lét mig taka þessa ákvörðun,“ segir Gísli í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi lagt mikið á sig til að endursemja við sig. „Ég er ekkert að skrifa undir bara til að skrifa undir. Ég lít líka á þetta þannig að við erum með heimsklassa lið og erum með lið sem getur gert alvöru hluti á næstu árum. Við unnum deildina í fyrra, erum í keppni um að vinna hana aftur núna og erum í Meistaradeildinni og komnir í Final Four í bikarnum og vorum í öllum úrslitaleikjum sem við gátum á síðasta tímabili. Við erum með lið sem getur verið í baráttunni um alla titla á næstu árum.“ Samkvæmt heimildum Stöðvar höfðu stærstu félög Evrópu á borð við PSG og Barcelona mikinn áhuga á því að klófesta miðjumanninn. „Það er sama hvort sem það er Spánn eða Frakkland þá vildi ég mest vera áfram í Bundesligunni. Ég vildi ekki fara of snemma úr deildinni og vil halda mér eins lengi í bestu deildinni. Hér er troðfull höll í hverjum leik og andrúmsloftið hér er magnað. Það er ekki alveg þannig í hverjum leik á Spáni og í Frakklandi.“
Þýski handboltinn Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira