Tómas sá eini sem greiddi ekki atkvæði: „Ég er eins og vindpoki á flugvellinum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 30. mars 2023 17:52 Tómas A. Tómasson var eini viðstaddi þingmaðurinn sem greiddi ekki atkvæði. Vísir/Vilhelm Vantrauststillaga á hendur dómsmálaráðherra var felld í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og tuttugu og tveir með henni. Einn þingmaður var viðstaddur og greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Tómas, sem er hvað þekktastur sem stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar, ákvað að kjósa hvorki með eða á móti tillögunni á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var sakaður um að hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði útlendingastofnun að afhenda þinginu gögn sem óskað var eftir. Líkti sér við vindpoka á flugvelli Þegar Tómas gerði grein fyrir atkvæðinu sínu, eða skortinum á því öllu heldur, hóf hann tala um fyrstu ár Alþingis: „Sitt sýnist hverjum. Eva Sjöfn Helgadóttir talaði um að veita fordæmi. Eins og allir vita þá var Alþingi Íslendinga stofnað 930. Á árunum 985 til 1001 var Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson lögsögumaður. Á þeim tíma risu upp deilur milli kristinna manna og heiðinna. Þorgeir var þá leiðtogi síðarnefndra, sem sagt heiðingja, en leiðtogi kristinna manna var Síðu-Hallur. Sagt er að til að komast að niðurstöðu hafi Þorgeir lagst undir feld í nokkurn tíma og síðan ákveðið að Ísland skyldi vera kristið en leyfa útburð barna, át á hrossakjöti og blót ef það var gert í laumi.“ Eftir þetta útskýrði Tómas svo að hann væri einfaldlega ekki viss um það hvort hann væri með eða á móti tillögunni. Hann ákvað því að lokum að sleppa að greiða atkvæði um tillöguna. „Ég stend hérna og upplifi það að ég er eins og vindpoki á flugvellinum upp á Sandskeiði,“ sagði Tómas í ræðu sinni. „Ég er búinn að hlusta á ykkur og eftir því sem ég heyri þá trúi ég báðum aðilum og segi eins og Sókrates: Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Sjá meira
Tómas, sem er hvað þekktastur sem stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar, ákvað að kjósa hvorki með eða á móti tillögunni á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var sakaður um að hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði útlendingastofnun að afhenda þinginu gögn sem óskað var eftir. Líkti sér við vindpoka á flugvelli Þegar Tómas gerði grein fyrir atkvæðinu sínu, eða skortinum á því öllu heldur, hóf hann tala um fyrstu ár Alþingis: „Sitt sýnist hverjum. Eva Sjöfn Helgadóttir talaði um að veita fordæmi. Eins og allir vita þá var Alþingi Íslendinga stofnað 930. Á árunum 985 til 1001 var Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson lögsögumaður. Á þeim tíma risu upp deilur milli kristinna manna og heiðinna. Þorgeir var þá leiðtogi síðarnefndra, sem sagt heiðingja, en leiðtogi kristinna manna var Síðu-Hallur. Sagt er að til að komast að niðurstöðu hafi Þorgeir lagst undir feld í nokkurn tíma og síðan ákveðið að Ísland skyldi vera kristið en leyfa útburð barna, át á hrossakjöti og blót ef það var gert í laumi.“ Eftir þetta útskýrði Tómas svo að hann væri einfaldlega ekki viss um það hvort hann væri með eða á móti tillögunni. Hann ákvað því að lokum að sleppa að greiða atkvæði um tillöguna. „Ég stend hérna og upplifi það að ég er eins og vindpoki á flugvellinum upp á Sandskeiði,“ sagði Tómas í ræðu sinni. „Ég er búinn að hlusta á ykkur og eftir því sem ég heyri þá trúi ég báðum aðilum og segi eins og Sókrates: Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Sjá meira