Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 12:31 Arnar Þór Viðarsson er eini landsliðþjálfari karlaliðs Íslands í þrjá áratugi sem hefur kvatt með sigri. Getty/Cristian Preda Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira